Viðskipti innlent

Talsverð auknning hjá norrænu kauphöllunum

Viðskipti á mörkuðum NASDAQ OMX Nordic jukust töluvert árið 2010 frá því árinu áður. Dagleg velta hlutabréfa nam að meðaltali um 2,5 milljarða evra (2009: 2,2 milljarðar).

Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að fjöldi viðskipta á dag var 285.000, sem er 33% aukning frá 2009. Heildarfjöldi saminga um afleiður var 546.000 (2009: 400.000) sem er aukning um 43%.

"Árið 2010 var að jafnaði mjög gott ár fyrir norrænu markaðina. Fjárfestar nutu góðrar ávöxtunar af fjárfestingum sínum og við hlökkum til áframhaldandi vaxtar árið 2011. Vísitölurnar okkar hækkuðu um 26% í Stokkhólmi, 33% í Kaupmannahöfn, 23% í Helsinki og 15% á Íslandi. Til samanburðar hækkuðu vísitölur að meðaltali um 4% í Evrópu og á heimsvísu um 12%," segir Hans-Ole Jochumsen, forstjóri NASDAQ OMX Nordic.

"Það er ánægjulegt hvað kauphöllum NASDAQ OMX hefur gengið vel á alþjóðlega vísu og það styrkir okkur í uppbyggingu markaðarins hér heima. Við lítum með bjartsýni til nýs árs og væntum þess að það marki þáttaskil, enda hafa 10 fyrirtæki boðað komu sína á markað," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri íslensku kauphallarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×