Viðskipti innlent

Ætla að skapa allt að 1500 störf

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðbjartur Hannesson er velferðarráðherra.
Guðbjartur Hannesson er velferðarráðherra. mynd/ gva.
Til stendur að ráðast í mikið átak í byrjun næsta árs sem á að tryggja allt að 1500 atvinnuleitendum störf eða starfstengd úrræði. Stjórnvöld, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins standa að átakinu, sem ber yfirskriftina „TIL VINNU". Gert er ráð fyrir að sveitarfélögin muni skapa um helming þeirra starfa sem verða til með átakinu, en fyrirtæki á almennum markaði hinn helminginn.

Aðgerðir í þágu langtímaatvinnulausra munu hafa forgang í þessu tímabundna átaki.  Áætlað er að aðgerðirnar verði til þess að lækka atvinnuleysisstigið um 0,7% á árinu 2012. Með átakinu mun Atvinnuleysistryggingasjóður greiða hluta stofnkostnaðar við ný störf fyrir atvinnuleitendur.

Ítarlega verður farið yfir málið á blaðamannafundi klukkan fjögur í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag og fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis mun að sjálfsögðu segja frá fundinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×