Segir Glitni hafa lagt áherslu á lán vegna sölutryggingar 24. janúar 2011 11:52 Vilhjálmur Bjarnason Lektor í viðskiptafræði segir að Glitnir hafi lagt ofuráherslu að lána fyrir stofnfjáraukningu í Byr því bankinn hafi sölutryggt stofnfjáraukninguna en lán voru í mörgum tilvikum veitt til skuldara með lélegt lánstraust og þá var blekkingum beitt. Á föstudaginn voru þrír einstaklingar sem tekið höfðu lán hjá Glitni banka til að fjármagna stofnfjáraukningu í Byr og Sparisjóði Norðlendinga, sem síðar sameinaðist Byr, sýknaðir af kröfum Íslandsbanka. Í dómunum kemur fram að Glitnir virðist hafa lánað til fólks án nokkurrar skoðunar. Hvort sem um var að ræða börn, eða háaldraða, ný einkahlutafélög án eigna eða fólk á vanskilaskrá. Því var jafnframt slegið föstu að í einhverjum tilvikum hafi blekkingum verið beitt svo fólk tæki lán til að kaupa bréfin.Hagur Glitnis að lána Vilhjálmur Bjarnason, lektor í viðskiptafræði við HÍ, segir að það hafi verið hagur Glitnis banka að lána fyrir stofnfjáraukningunni þar sem bankinn hafi sölutryggt hana. „Það var gerður samningur um sölutryggingu og með því var bankinn kominn með þetta sem skuldbindingu hjá sér og því kom þetta til framdráttar á eigin fé bankans í útreikningum um styrkleika bankans. Þannig að þetta í raun rýrði starfsgetu bankans," segir Vilhjálmur. Hann segir að Glitnir hafi því þurft að koma þessu af sér og því hafi verið gott að hafa sem flesta kaupendur að stofnfjárbréfum. Síðar hafi verið leitt í ljós að einu tryggingarnar fyrir lánunum hafi verið stofnfjárbréfin sjálf. „Þetta er í rauninni leikur í reikningshaldi. Þannig að geta þessara tveggja lánastofnanna til samans hún skánar ekkert." Vilhjálmur segir að síðar hafi komið í ljós að andvirði lánanna hafi aldrei farið út úr Glitni. Engar millifærslur hafi átt sér stað. „Skýringin á því er að þarna var verið að leika leik varðandi sameignarsjóð sparisjóðanna. Það átti að rýra hann og búa til einhvers konar samstæðu úr Glitni og Byr. Það lá alltaf fyrir að þetta var hluti af sameiningarferli," segir Vilhjálmur. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Sjá meira
Lektor í viðskiptafræði segir að Glitnir hafi lagt ofuráherslu að lána fyrir stofnfjáraukningu í Byr því bankinn hafi sölutryggt stofnfjáraukninguna en lán voru í mörgum tilvikum veitt til skuldara með lélegt lánstraust og þá var blekkingum beitt. Á föstudaginn voru þrír einstaklingar sem tekið höfðu lán hjá Glitni banka til að fjármagna stofnfjáraukningu í Byr og Sparisjóði Norðlendinga, sem síðar sameinaðist Byr, sýknaðir af kröfum Íslandsbanka. Í dómunum kemur fram að Glitnir virðist hafa lánað til fólks án nokkurrar skoðunar. Hvort sem um var að ræða börn, eða háaldraða, ný einkahlutafélög án eigna eða fólk á vanskilaskrá. Því var jafnframt slegið föstu að í einhverjum tilvikum hafi blekkingum verið beitt svo fólk tæki lán til að kaupa bréfin.Hagur Glitnis að lána Vilhjálmur Bjarnason, lektor í viðskiptafræði við HÍ, segir að það hafi verið hagur Glitnis banka að lána fyrir stofnfjáraukningunni þar sem bankinn hafi sölutryggt hana. „Það var gerður samningur um sölutryggingu og með því var bankinn kominn með þetta sem skuldbindingu hjá sér og því kom þetta til framdráttar á eigin fé bankans í útreikningum um styrkleika bankans. Þannig að þetta í raun rýrði starfsgetu bankans," segir Vilhjálmur. Hann segir að Glitnir hafi því þurft að koma þessu af sér og því hafi verið gott að hafa sem flesta kaupendur að stofnfjárbréfum. Síðar hafi verið leitt í ljós að einu tryggingarnar fyrir lánunum hafi verið stofnfjárbréfin sjálf. „Þetta er í rauninni leikur í reikningshaldi. Þannig að geta þessara tveggja lánastofnanna til samans hún skánar ekkert." Vilhjálmur segir að síðar hafi komið í ljós að andvirði lánanna hafi aldrei farið út úr Glitni. Engar millifærslur hafi átt sér stað. „Skýringin á því er að þarna var verið að leika leik varðandi sameignarsjóð sparisjóðanna. Það átti að rýra hann og búa til einhvers konar samstæðu úr Glitni og Byr. Það lá alltaf fyrir að þetta var hluti af sameiningarferli," segir Vilhjálmur.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Sjá meira