Hönnuður sigrar í stjörnustríði gegn George Lucas 28. júlí 2011 07:01 Leikmyndahönnuðurinn sem bjó til hjálmana á Stormsveitirnar í Star Wars myndunum hefur unnið höfundaréttarmál gegn George Lucas leikstjóra myndanna. Hönnuðurinn sem hér um ræðir heitir Andrew Ainsworth og hann hefur eytt meir ein hálfum áratug og yfir 130 milljónum króna í að slást við George Lucas fyrir dómstólum beggja vegna Atlantshafsins. Í Bandaríkjunum fór málið alla leið í Hæstarétt sem dæmdi Lucas í vil. Í Bretlandi, þar sem Ainsworth býr, fór málið einnig fyrir Hæstarétt og þar vann hönnuðurinn málið. Málið hófst með því að Ainsworth seldi þrjá gamla hjálma sem hann átti í fórum sínum og fékk stórfé fyrir. Í framhaldinu fór hann að smíða og selja eftirlíkingar af Stormsveitahjálmunum árið 2002. Sú sala leiddi til þess að Lucas lagði fram 20 milljón dollara kröfu á hann fyrir brot gegn höfundarétti sínum. Ainsworth segist vera ánægður með niðurstöðu málsins en hann mun hafa fjármagnað málskostnað sinn með sölu á þessum vinsælu hjálmum. George Lucas segir það hættulegt fyrir breskan kvikmyndaiðnað að þar gildi ekki sömu lög um höfundarétt og í Bandaríkjunum. Slíkt leiði til þess að bandarískir kvikmyndagerðarmenn hugsi sig tvisvar um áður en þeir leiti til Breta um vinnu við kvikmyndir. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Leikmyndahönnuðurinn sem bjó til hjálmana á Stormsveitirnar í Star Wars myndunum hefur unnið höfundaréttarmál gegn George Lucas leikstjóra myndanna. Hönnuðurinn sem hér um ræðir heitir Andrew Ainsworth og hann hefur eytt meir ein hálfum áratug og yfir 130 milljónum króna í að slást við George Lucas fyrir dómstólum beggja vegna Atlantshafsins. Í Bandaríkjunum fór málið alla leið í Hæstarétt sem dæmdi Lucas í vil. Í Bretlandi, þar sem Ainsworth býr, fór málið einnig fyrir Hæstarétt og þar vann hönnuðurinn málið. Málið hófst með því að Ainsworth seldi þrjá gamla hjálma sem hann átti í fórum sínum og fékk stórfé fyrir. Í framhaldinu fór hann að smíða og selja eftirlíkingar af Stormsveitahjálmunum árið 2002. Sú sala leiddi til þess að Lucas lagði fram 20 milljón dollara kröfu á hann fyrir brot gegn höfundarétti sínum. Ainsworth segist vera ánægður með niðurstöðu málsins en hann mun hafa fjármagnað málskostnað sinn með sölu á þessum vinsælu hjálmum. George Lucas segir það hættulegt fyrir breskan kvikmyndaiðnað að þar gildi ekki sömu lög um höfundarétt og í Bandaríkjunum. Slíkt leiði til þess að bandarískir kvikmyndagerðarmenn hugsi sig tvisvar um áður en þeir leiti til Breta um vinnu við kvikmyndir.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira