Viðskipti innlent

Actavis þarf að greiða tíu milljarða í staðinn fyrir 20

Actavis á Íslandi.
Actavis á Íslandi.
Actavis hefur náð samkomulagi við Texas-ríki um að greiða 84 milljónir dollara í sekt, fyrir að hafa hækkað verð á samheitalyfjum til þess að fá meira úr opinberum tryggingum, sem heita Medicaid þar í landi.

Actavis var dæmt til þess að greiða 170 milljónir dollara, eða tæpa 20 milljarða, í sekt í febrúar síðastliðnum. Actavis áfrýjaði dómnum og hefur semsagt komist að samkomulagi um að greiða 84 milljónir dollara, eða um tíu milljarða króna fyrir brotið.

Samkvæmt Reuters fréttaveitunni er um að ræða starfsstöðvarnar Actavis Mid-Atlantic LLC og Actavis Elizabeth LLC.

Forstjóri Actavis Inc., sem fyrrgreindar starfstöðvar heyra undir, segir niðurstöðuna ásættanlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×