Lán fyrir Búðarháls bíða Icesave-lausnar 7. febrúar 2011 00:01 Hörður Arnarson Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, telur að lokið verði við fjármögnun Búðarhálsvirkjunar á næstu vikum. Lausn Icesave-deilunnar, sem nú hillir undir, gæti haft úrslitaáhrif. Vegna óvissu um fjármögnun Búðarhálsvirkjunar ákvað Landsvirkjun fyrir ári síðan að hefjast handa við undirbúningsframkvæmdir með eiginfé fyrirtækisins. Þá stóðu yfir viðræður við Evrópska fjárfestingabankann og íslenska lífeyrissjóði vegna fjármögnunar verkefnisins en staða þjóðmála, og þá ekki síst Icesave-deilan, stóðu í veginum. „Fleiri erlendir bankar hafa komið inn í þessa mynd síðan; við erum að tala við þrjá, fjóra erlenda banka núna," segir Hörður. Spurður hvort lánasamningar liggi ekki á borðinu og þeir verði undirritaðir um leið og Icesave-málið er úr sögunni, segir Hörður að hann vilji ekki fullyrða slíkt. „Það getur alltaf eitthvað annað komið upp. En það er rétt að viðræður við erlenda banka eru á lokastigi," segir Hörður. „Við teljum að fjármögnun í gegnum fjármálastofnanir muni ganga eftir á næstu vikum ef tekst að ljúka Icesave-deilunni." Landsvirkjun og Ístak undirrituðu samkomulag á dögunum sem felur í sér að vinna við Búðarhálsvirkjun er sett í fullan gang. „Út frá hagsmunum fyrirtækisins tel ég það afar jákvætt að leysa þetta Icesave-mál," segir Hörður. „Þetta mun örugglega auðvelda okkur fjármögnun, og þá ekki bara fyrir Búðarháls heldur fyrir öll önnur verkefni sem við erum með í skoðun. Lausn þessa máls hefði líka jákvæð áhrif á lánshæfismat fyrirtækisins og íslenska ríkisins sem myndi hafa jákvæð áhrif á aðgengi að fjármagni fyrir öll íslensk fyrirtæki." - shá Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, telur að lokið verði við fjármögnun Búðarhálsvirkjunar á næstu vikum. Lausn Icesave-deilunnar, sem nú hillir undir, gæti haft úrslitaáhrif. Vegna óvissu um fjármögnun Búðarhálsvirkjunar ákvað Landsvirkjun fyrir ári síðan að hefjast handa við undirbúningsframkvæmdir með eiginfé fyrirtækisins. Þá stóðu yfir viðræður við Evrópska fjárfestingabankann og íslenska lífeyrissjóði vegna fjármögnunar verkefnisins en staða þjóðmála, og þá ekki síst Icesave-deilan, stóðu í veginum. „Fleiri erlendir bankar hafa komið inn í þessa mynd síðan; við erum að tala við þrjá, fjóra erlenda banka núna," segir Hörður. Spurður hvort lánasamningar liggi ekki á borðinu og þeir verði undirritaðir um leið og Icesave-málið er úr sögunni, segir Hörður að hann vilji ekki fullyrða slíkt. „Það getur alltaf eitthvað annað komið upp. En það er rétt að viðræður við erlenda banka eru á lokastigi," segir Hörður. „Við teljum að fjármögnun í gegnum fjármálastofnanir muni ganga eftir á næstu vikum ef tekst að ljúka Icesave-deilunni." Landsvirkjun og Ístak undirrituðu samkomulag á dögunum sem felur í sér að vinna við Búðarhálsvirkjun er sett í fullan gang. „Út frá hagsmunum fyrirtækisins tel ég það afar jákvætt að leysa þetta Icesave-mál," segir Hörður. „Þetta mun örugglega auðvelda okkur fjármögnun, og þá ekki bara fyrir Búðarháls heldur fyrir öll önnur verkefni sem við erum með í skoðun. Lausn þessa máls hefði líka jákvæð áhrif á lánshæfismat fyrirtækisins og íslenska ríkisins sem myndi hafa jákvæð áhrif á aðgengi að fjármagni fyrir öll íslensk fyrirtæki." - shá
Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira