Viðskipti innlent

Skíthræddur um stöðuna á evrusvæðinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Simon Johnson sagðist vera skíthræddur um stöðuna á evrusvæðinu
Simon Johnson sagðist vera skíthræddur um stöðuna á evrusvæðinu mynd/ afp.
Simon Johnson, fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, hrósaði Íslendingum fyrir að hafa staðið sig vel, hingað til í að fást við eftirmála kreppunnar. En það mætti alltaf gera betur. Hann segist skíthræddur um stöðuna á evrusvæðinu og innviði bankanna þar.

Johnson spurði hversu háa upphæð skattgreiðendur í Þýskalandi væru tilbúnir að borga fyrir áframhaldandi stjórnarsetu Berlusconis á Ítalíu. Eins og greint var frá í hádegisfréttum Bylgjunnar hafa leiðtogar Evrópusambandsríkja hafa náð samkomulagi um aðgerðir til að leysa vandann á evrusvæðinu. Skuldir Grikkja verða afskrifaðar um 50 prósent, björgunarsjóður ESB verður styrktur og bankar verða að safna nýju hlutafé. Markmið þess er að koma í veg fyrir að vandinn breiðist út til stærri ríkja á evrusvæðinu, eins og Ítalíu.

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur samþykkt að fara í strangar aðhaldsaðgerðir og niðurskurð á Ítalíu til að lækka skuldir, en Berlusconi mun hafi verið undir mikilli pressu frá leiðtögum annarra Evrópuríkja um að sanna að honum væri alvara með niðurskurðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×