Meðhöndlun aflandsfélaga sýndu ranga stöðu Landsbankans Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. janúar 2011 18:42 Meðhöndlun aflandsfélaga sem héldu utan um kauprétti starfsmanna Landsbankans og eru nú ein þungamiðjan í rannsókn sérstaks saksóknara á bankanum varð þess valdandi að eigið fé bankans varð meira en 50 milljörðum króna hærra í ársreikningi og staða hans sýndist því mun betri en hún var í raun. Stór liður í rannsókn sérstaks saksóknara vegna meintrar markaðsmisnotkunar bankans snýst um kaup á hlutabréfum í bankanum af hálfu félaga sem héldu utan um kauprétti starfsmanna Landsbankans og lánveitingar til þessara félaga. Átta aflandsfélög í eigu Landsbankans sem stofnuð voru utan um kauprétti starfsmanna voru látin kaupa 13,2 prósenta hlut sem gerði þau samanlagt að næststærsta eiganda bankans. Öll félögin lutu stjórn æðstu stjórnenda Landsbankans, þ.e Sigurjóns og Halldórs J. Kristjánssonar, án þess að smærri hluthafar og eftirlitsaðilar hefðu hugmynd um það. Félögin átta voru skráð í Panama, á Tortóla eða Guernsey og báru nöfn sem erfitt var að tengja við bankann. Upphaflega fengu þau öll lán fyrir bréfum Landsbankans hjá bankanum sjálfum. Lögum samkvæmt mátti bankinn að hámarki eiga tíu prósenta hlut í sjálfum sér, en þessi 13,2 prósenta hlutur laut eins og áður segir beinum yfirráðum bankastjóranna og hafði bankinn því yfirráð yfir mun stærri hlut en lög leyfðu. Norskir sérfræðingar hjá fyrirtækinu LYNX Advokatfirma sem gerðu úttekt á starfsemi Landsbankans, gagnrýna harkalega í skýrslu sem þeir unnu og Stöð 2 hefur undir höndum hvernig kaup á eigin bréfum í bankanum voru færð til bókar í efnahagsreikningi bankans, en þeir telja að eigið fé Landsbankans hafi átt að vera meira en 50 milljörðum króna minna en ársreikningur bankans fyrir árið 2007 gaf til kynna. Meðal annars vegna eigin bréfa bankans sem voru í eigu áðurnefndra aflandsfélaga sem héldu utan um kauprétti. Skýrslutökur vegna rannsóknar sérstaks saksóknara héldu áfram eftir að Sigurjón Þ. Árnason og Ívar Guðjónsson voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Að sögn Friðjóns Arnar Friðjónssonar verjanda Halldórs J. Kristjánssonar kemur Halldór til landsins á morgun og hefur hann verið boðaður í skýrslutöku strax sama dag. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Upphrópanir um bónusa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Meðhöndlun aflandsfélaga sem héldu utan um kauprétti starfsmanna Landsbankans og eru nú ein þungamiðjan í rannsókn sérstaks saksóknara á bankanum varð þess valdandi að eigið fé bankans varð meira en 50 milljörðum króna hærra í ársreikningi og staða hans sýndist því mun betri en hún var í raun. Stór liður í rannsókn sérstaks saksóknara vegna meintrar markaðsmisnotkunar bankans snýst um kaup á hlutabréfum í bankanum af hálfu félaga sem héldu utan um kauprétti starfsmanna Landsbankans og lánveitingar til þessara félaga. Átta aflandsfélög í eigu Landsbankans sem stofnuð voru utan um kauprétti starfsmanna voru látin kaupa 13,2 prósenta hlut sem gerði þau samanlagt að næststærsta eiganda bankans. Öll félögin lutu stjórn æðstu stjórnenda Landsbankans, þ.e Sigurjóns og Halldórs J. Kristjánssonar, án þess að smærri hluthafar og eftirlitsaðilar hefðu hugmynd um það. Félögin átta voru skráð í Panama, á Tortóla eða Guernsey og báru nöfn sem erfitt var að tengja við bankann. Upphaflega fengu þau öll lán fyrir bréfum Landsbankans hjá bankanum sjálfum. Lögum samkvæmt mátti bankinn að hámarki eiga tíu prósenta hlut í sjálfum sér, en þessi 13,2 prósenta hlutur laut eins og áður segir beinum yfirráðum bankastjóranna og hafði bankinn því yfirráð yfir mun stærri hlut en lög leyfðu. Norskir sérfræðingar hjá fyrirtækinu LYNX Advokatfirma sem gerðu úttekt á starfsemi Landsbankans, gagnrýna harkalega í skýrslu sem þeir unnu og Stöð 2 hefur undir höndum hvernig kaup á eigin bréfum í bankanum voru færð til bókar í efnahagsreikningi bankans, en þeir telja að eigið fé Landsbankans hafi átt að vera meira en 50 milljörðum króna minna en ársreikningur bankans fyrir árið 2007 gaf til kynna. Meðal annars vegna eigin bréfa bankans sem voru í eigu áðurnefndra aflandsfélaga sem héldu utan um kauprétti. Skýrslutökur vegna rannsóknar sérstaks saksóknara héldu áfram eftir að Sigurjón Þ. Árnason og Ívar Guðjónsson voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Að sögn Friðjóns Arnar Friðjónssonar verjanda Halldórs J. Kristjánssonar kemur Halldór til landsins á morgun og hefur hann verið boðaður í skýrslutöku strax sama dag.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Upphrópanir um bónusa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira