Handbolti

Svona spiluðu Brassar í gær (myndband)

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær. AFP
Ísland tekur á Brasilíumönnum á HM í handbolta í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20 en leikir liðanna í gær voru ólíkir. Ísland vann góðan sigur en Brassar töpuðu illa.

Brasilíumenn léku gegn Austurríki og töpuðu með tíu mörkum. Hérna má sjá myndband með helstu tilþrifum leiksins.

Íslenska liðið þarf að gíra sig vel í leikinn gegn andstæðingi sem fyrirfram er miklu slakari. Brasilíumenn virðast spila ágæta sókn en fremur slaka vörn.

Upphitun hjá Þorsteini J. hefst klukkan 19.00








Fleiri fréttir

Sjá meira


×