Síðasta vika skilanefndanna að hefjast Hafsteinn Hauksson skrifar 26. desember 2011 13:00 Skilanefnd Glitnis er meðal þeirra sem hefur sína síðustu viku á morgun. Skilanefndir bankanna hefja á morgun síðustu starfsviku sína. Viðskiptaráðherra vildi hraða endurskipulagningu skulda fyrirtækja með því að leggja þær niður um áramótin, en skilanefndarmenn segja að starfsemin breytist ekkert eftir sem áður. Skilanefndir bankanna verða lagðar niður frá og með áramótum þegar þær sameinast slitastjórnum í samræmi við breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki. Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra, hefur farið hörðum orðum um skilanefndirnar og sagði engum til góðs að búa til eilífðarvélar sem skapa tækifæri á að menn geti skammtað sér laun og aðstöðu um lengri hríð. Þá kom fram í skýrslu Samkeppniseftirlitsins frá því í sumar að rekja mætti hægagang við endurskipulagningu fyrirtækja til þess að þeir aðilar sem starfa við að leysa úr vandanum hafa af því talsverðar tekjur og byggja lifibrauð sitt á því. Hagsmunir þeirra vinni því gegn hagsmunum samfélagsins af hraðri úrlausn. Viðskiptaráðherra sagði sama dag og skýrslan kom út að með því að binda endi á skilanefndirnar yrði flýtt fyrir því að bankarnir kæmust í hendurnar á raunverulegum eigendum og ákvarðanir yrðu teknar á viðskiptalegum forsendum. Lárentsínus Kristjánsson, formaður skilanefndar Landsbankans, sagði nýlega í viðtali við Fréttablaðið að hann skildi ekki þessi rök viðskiptaráðherra, og ekkert myndi breytast við það að skilanefndirnar verði lagðar niður. Heimir Haraldsson hjá skilanefnd Glitnis segir sömu sögu, afar fáir aðilar sitji í skilanefndunum sjálfum, en starfsfólk þeirra haldi hins vegar störfum sínum áfram með óbreyttu sniði undir slitastjórnunum í öllum meginatriðum. Steinar Þór Guðgeirsson hjá Kaupþingi tekur í sama streng. Skilanefndarmennirnir setja ekki út á þess tilhögun, en Heimir hjá Glitni taldi jafnvel að það væri praktískt að sameina störf skilanefnda og slitastjórna í eina nefnd. Þeir Steinar sjá fram á rólega síðustu viku í starfi, enda lengi verið í undirbúningi að leggja nefndirnar niður. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Skilanefndir bankanna hefja á morgun síðustu starfsviku sína. Viðskiptaráðherra vildi hraða endurskipulagningu skulda fyrirtækja með því að leggja þær niður um áramótin, en skilanefndarmenn segja að starfsemin breytist ekkert eftir sem áður. Skilanefndir bankanna verða lagðar niður frá og með áramótum þegar þær sameinast slitastjórnum í samræmi við breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki. Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra, hefur farið hörðum orðum um skilanefndirnar og sagði engum til góðs að búa til eilífðarvélar sem skapa tækifæri á að menn geti skammtað sér laun og aðstöðu um lengri hríð. Þá kom fram í skýrslu Samkeppniseftirlitsins frá því í sumar að rekja mætti hægagang við endurskipulagningu fyrirtækja til þess að þeir aðilar sem starfa við að leysa úr vandanum hafa af því talsverðar tekjur og byggja lifibrauð sitt á því. Hagsmunir þeirra vinni því gegn hagsmunum samfélagsins af hraðri úrlausn. Viðskiptaráðherra sagði sama dag og skýrslan kom út að með því að binda endi á skilanefndirnar yrði flýtt fyrir því að bankarnir kæmust í hendurnar á raunverulegum eigendum og ákvarðanir yrðu teknar á viðskiptalegum forsendum. Lárentsínus Kristjánsson, formaður skilanefndar Landsbankans, sagði nýlega í viðtali við Fréttablaðið að hann skildi ekki þessi rök viðskiptaráðherra, og ekkert myndi breytast við það að skilanefndirnar verði lagðar niður. Heimir Haraldsson hjá skilanefnd Glitnis segir sömu sögu, afar fáir aðilar sitji í skilanefndunum sjálfum, en starfsfólk þeirra haldi hins vegar störfum sínum áfram með óbreyttu sniði undir slitastjórnunum í öllum meginatriðum. Steinar Þór Guðgeirsson hjá Kaupþingi tekur í sama streng. Skilanefndarmennirnir setja ekki út á þess tilhögun, en Heimir hjá Glitni taldi jafnvel að það væri praktískt að sameina störf skilanefnda og slitastjórna í eina nefnd. Þeir Steinar sjá fram á rólega síðustu viku í starfi, enda lengi verið í undirbúningi að leggja nefndirnar niður.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira