Hamborgarar, varalitur og nærbuxur gefa mynd af hagkerfinu 3. ágúst 2011 12:30 Mynd úr safni Big Mac vísitalan fagnar tuttugu og fimm ára afmæli sínu um þessar mundir, en vísitalan er einföld leið til að meta hvort gjaldmiðlar séu rétt skráðir hver gagnvart öðrum. Vísitalan ruddi brautina fyrir fjölda óvenjulegra mælistikna á hagkerfið. Í september árið 1986 birti breska vikublaðið The Economist Big Mac vísitöluna í fyrsta sinn. Hugmyndin að baki vísitölunni er eitt einfaldasta lögmál hagfræðinnar; að vara sem er algjörlega einsleit sama hvar hún er keypt ætti að kosta það sama allstaðar í heiminum. Blaðið nýtti þessa hugmynd til að athuga hvort gjaldmiðlar væru rétt skráðir með því að bera saman verðið á Big Mac borgara á milli landa, en ef hann var dýrari í einu landi en öðru eftir að tekið hafði verið tillit til gengis gjaldmiðla landanna benti það til þess að annar gjaldmiðillinn væri of hátt skráður gagnvart hinum. Þó ákveðnir gallar séu auðvitað á þessari hugmyndafræði í raunveruleikanum, þá hefur Big Mac vísitalan engu að síður spáð fyrir um stórar hreyfingar á gjaldmiðlamarkaði, til dæmis fall evrunnar fyrst eftir að hún var tekin upp, sem var þvert á væntingar markaða. Og það besta er að það tekur enga stund að bera saman verðið á Big Mac á milli landa til athuga gengisskráninguna, öfugt við stórar markaðsrannsóknir sem ætlað er að gegna sama hlutverki. Talað er um þessa ofureinföldu aðferðafræði sem hamborgarahagfræði, en hún hefur alið af sér fleiri vísitölur sem geta dregið upp mynd af ýmsum hagrænum þáttum á hverjum tíma án þess að ráðast í umfangsmiklar eða kostnaðarsamar rannsóknir. Slíkt dæmi er til dæmis kranavísitalan, sem gengur út á að telja byggingakranana sem sjást frá ákveðnum stað í hverri borg, og getur gefið vísbendingu um hvenær hagkerfið er að ofhitna. Svo er það varalitavísitalan, en hún byggir á þeirri alkunnu staðreynd að þegar kreppir að hætta konur að kaupa kjóla og byrja að kaupa varalit. Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er svo sagður hafa fylgst náið með Nærbuxnavísitölunni. Í venjulegu árferði kaupa karlmenn nærbuxur mjög reglulega, en þegar sala á nærbuxum hrynur - ja, eigum við ekki að segja að þá sé orðið tímabært að lækka stýrivextina? Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Big Mac vísitalan fagnar tuttugu og fimm ára afmæli sínu um þessar mundir, en vísitalan er einföld leið til að meta hvort gjaldmiðlar séu rétt skráðir hver gagnvart öðrum. Vísitalan ruddi brautina fyrir fjölda óvenjulegra mælistikna á hagkerfið. Í september árið 1986 birti breska vikublaðið The Economist Big Mac vísitöluna í fyrsta sinn. Hugmyndin að baki vísitölunni er eitt einfaldasta lögmál hagfræðinnar; að vara sem er algjörlega einsleit sama hvar hún er keypt ætti að kosta það sama allstaðar í heiminum. Blaðið nýtti þessa hugmynd til að athuga hvort gjaldmiðlar væru rétt skráðir með því að bera saman verðið á Big Mac borgara á milli landa, en ef hann var dýrari í einu landi en öðru eftir að tekið hafði verið tillit til gengis gjaldmiðla landanna benti það til þess að annar gjaldmiðillinn væri of hátt skráður gagnvart hinum. Þó ákveðnir gallar séu auðvitað á þessari hugmyndafræði í raunveruleikanum, þá hefur Big Mac vísitalan engu að síður spáð fyrir um stórar hreyfingar á gjaldmiðlamarkaði, til dæmis fall evrunnar fyrst eftir að hún var tekin upp, sem var þvert á væntingar markaða. Og það besta er að það tekur enga stund að bera saman verðið á Big Mac á milli landa til athuga gengisskráninguna, öfugt við stórar markaðsrannsóknir sem ætlað er að gegna sama hlutverki. Talað er um þessa ofureinföldu aðferðafræði sem hamborgarahagfræði, en hún hefur alið af sér fleiri vísitölur sem geta dregið upp mynd af ýmsum hagrænum þáttum á hverjum tíma án þess að ráðast í umfangsmiklar eða kostnaðarsamar rannsóknir. Slíkt dæmi er til dæmis kranavísitalan, sem gengur út á að telja byggingakranana sem sjást frá ákveðnum stað í hverri borg, og getur gefið vísbendingu um hvenær hagkerfið er að ofhitna. Svo er það varalitavísitalan, en hún byggir á þeirri alkunnu staðreynd að þegar kreppir að hætta konur að kaupa kjóla og byrja að kaupa varalit. Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er svo sagður hafa fylgst náið með Nærbuxnavísitölunni. Í venjulegu árferði kaupa karlmenn nærbuxur mjög reglulega, en þegar sala á nærbuxum hrynur - ja, eigum við ekki að segja að þá sé orðið tímabært að lækka stýrivextina?
Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira