Segir fjárfestingu lífeyrissjóða renna í vasa Ross Beaty Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. ágúst 2011 12:00 Ross Beaty, forstjóri Alterra Power, móðurfélags HS Orku. Fjárfesting lífeyrissjóðanna í HS Orku fór að stórum hluta til forstjóra móðurfélags HS Orku. Þetta fullyrðir Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, og vitnar í Ross Beaty sjálfan. Samlagshlutafélagið Jarðvarmi slhf. sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða gekk hinn 1. júní síðastliðinn frá kaupum á 25 prósent hlutafjár í HS Orku af dótturfélagi Magma Energy upp á 8,1 milljarð króna. Magma Energy heitir í dag Alterra Power. Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, fullyrðir að stór hluti kaupverðsins, eða tæpir þrír milljarðar króna, hafi farið í að greiða skuld við Ross Beaty, forstjóra Alterra Power, eiganda HS Orku. Ásmundur segir að Beaty hafi sagt þetta sjálfur á fundi í Garði í vor. „Hann sat þar fyrir svörum okkar bæjarstjóra á Suðurnesjum, þingmanna og annarra og það kom fram í hans máli, þegar spurt var um væntanleg kaup lífeyrissjóðanna í HS Orku að það fé yrði notað til að endurgreiða honum það lán sem hann lánaði Magma til að kaupa hlutinn í HS Orku á sínum tíma," segir Ásmundur. Ásmundur segir að hann hafi ekki trúað þessu fyrst. Honum hafi fundist einkennilegt að lífeyrissjóðirnir hafi samþykkt að stór hluti fjárfestingar þeirra færu ekki í að byggja upp atvinnulífið á Suðurnesjum. „Mér finnst það afar öfugsnúið að fjárfestingar lífeyrissjóðanna í atvinnulífinu á Íslandi eigi að fara í að greiða skuldir við eigendur félaga í erlendum ríkjum og jafnvel til annarra verkefna þar sem ég geri alveg eins ráð fyrir að þessir peningar verði nýttir til." Ásgeir Margeirsson, forstjóri Alterra Power á Íslandi, segir það rétt að Ross Beaty hafi veitt félaginu skammtímalán upp á 25 milljónir dollara. Peningarnir sem komu frá lífeyrissjóðunum, þeir eru að fara í að greiða forstjóranum þetta lán? „Það get ég nú ekki sagt alveg ákveðið, en eflaust hefur það einhver áhrif. Ross Beaty lánaði félaginu á síðasta ári fjármagn með skammtímaláni sem var notað sem rekstrarfé. En Alterra Energy er með víðtæka starfsemi og er með orkuver í rekstri og þar með orkusölu bæði í Bandaríkjunum og Kanada. Það er því mikið fjárstreymi í félaginu. Þetta var endurgreiðsla á láni sem var komið á tíma en ég get ekki svarað því nákvæmlega hvaða krónur eða dollarar fóru í það," segir Ásgeir. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Fjárfesting lífeyrissjóðanna í HS Orku fór að stórum hluta til forstjóra móðurfélags HS Orku. Þetta fullyrðir Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, og vitnar í Ross Beaty sjálfan. Samlagshlutafélagið Jarðvarmi slhf. sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða gekk hinn 1. júní síðastliðinn frá kaupum á 25 prósent hlutafjár í HS Orku af dótturfélagi Magma Energy upp á 8,1 milljarð króna. Magma Energy heitir í dag Alterra Power. Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, fullyrðir að stór hluti kaupverðsins, eða tæpir þrír milljarðar króna, hafi farið í að greiða skuld við Ross Beaty, forstjóra Alterra Power, eiganda HS Orku. Ásmundur segir að Beaty hafi sagt þetta sjálfur á fundi í Garði í vor. „Hann sat þar fyrir svörum okkar bæjarstjóra á Suðurnesjum, þingmanna og annarra og það kom fram í hans máli, þegar spurt var um væntanleg kaup lífeyrissjóðanna í HS Orku að það fé yrði notað til að endurgreiða honum það lán sem hann lánaði Magma til að kaupa hlutinn í HS Orku á sínum tíma," segir Ásmundur. Ásmundur segir að hann hafi ekki trúað þessu fyrst. Honum hafi fundist einkennilegt að lífeyrissjóðirnir hafi samþykkt að stór hluti fjárfestingar þeirra færu ekki í að byggja upp atvinnulífið á Suðurnesjum. „Mér finnst það afar öfugsnúið að fjárfestingar lífeyrissjóðanna í atvinnulífinu á Íslandi eigi að fara í að greiða skuldir við eigendur félaga í erlendum ríkjum og jafnvel til annarra verkefna þar sem ég geri alveg eins ráð fyrir að þessir peningar verði nýttir til." Ásgeir Margeirsson, forstjóri Alterra Power á Íslandi, segir það rétt að Ross Beaty hafi veitt félaginu skammtímalán upp á 25 milljónir dollara. Peningarnir sem komu frá lífeyrissjóðunum, þeir eru að fara í að greiða forstjóranum þetta lán? „Það get ég nú ekki sagt alveg ákveðið, en eflaust hefur það einhver áhrif. Ross Beaty lánaði félaginu á síðasta ári fjármagn með skammtímaláni sem var notað sem rekstrarfé. En Alterra Energy er með víðtæka starfsemi og er með orkuver í rekstri og þar með orkusölu bæði í Bandaríkjunum og Kanada. Það er því mikið fjárstreymi í félaginu. Þetta var endurgreiðsla á láni sem var komið á tíma en ég get ekki svarað því nákvæmlega hvaða krónur eða dollarar fóru í það," segir Ásgeir. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira