Segir fjárfestingu lífeyrissjóða renna í vasa Ross Beaty Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. ágúst 2011 12:00 Ross Beaty, forstjóri Alterra Power, móðurfélags HS Orku. Fjárfesting lífeyrissjóðanna í HS Orku fór að stórum hluta til forstjóra móðurfélags HS Orku. Þetta fullyrðir Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, og vitnar í Ross Beaty sjálfan. Samlagshlutafélagið Jarðvarmi slhf. sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða gekk hinn 1. júní síðastliðinn frá kaupum á 25 prósent hlutafjár í HS Orku af dótturfélagi Magma Energy upp á 8,1 milljarð króna. Magma Energy heitir í dag Alterra Power. Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, fullyrðir að stór hluti kaupverðsins, eða tæpir þrír milljarðar króna, hafi farið í að greiða skuld við Ross Beaty, forstjóra Alterra Power, eiganda HS Orku. Ásmundur segir að Beaty hafi sagt þetta sjálfur á fundi í Garði í vor. „Hann sat þar fyrir svörum okkar bæjarstjóra á Suðurnesjum, þingmanna og annarra og það kom fram í hans máli, þegar spurt var um væntanleg kaup lífeyrissjóðanna í HS Orku að það fé yrði notað til að endurgreiða honum það lán sem hann lánaði Magma til að kaupa hlutinn í HS Orku á sínum tíma," segir Ásmundur. Ásmundur segir að hann hafi ekki trúað þessu fyrst. Honum hafi fundist einkennilegt að lífeyrissjóðirnir hafi samþykkt að stór hluti fjárfestingar þeirra færu ekki í að byggja upp atvinnulífið á Suðurnesjum. „Mér finnst það afar öfugsnúið að fjárfestingar lífeyrissjóðanna í atvinnulífinu á Íslandi eigi að fara í að greiða skuldir við eigendur félaga í erlendum ríkjum og jafnvel til annarra verkefna þar sem ég geri alveg eins ráð fyrir að þessir peningar verði nýttir til." Ásgeir Margeirsson, forstjóri Alterra Power á Íslandi, segir það rétt að Ross Beaty hafi veitt félaginu skammtímalán upp á 25 milljónir dollara. Peningarnir sem komu frá lífeyrissjóðunum, þeir eru að fara í að greiða forstjóranum þetta lán? „Það get ég nú ekki sagt alveg ákveðið, en eflaust hefur það einhver áhrif. Ross Beaty lánaði félaginu á síðasta ári fjármagn með skammtímaláni sem var notað sem rekstrarfé. En Alterra Energy er með víðtæka starfsemi og er með orkuver í rekstri og þar með orkusölu bæði í Bandaríkjunum og Kanada. Það er því mikið fjárstreymi í félaginu. Þetta var endurgreiðsla á láni sem var komið á tíma en ég get ekki svarað því nákvæmlega hvaða krónur eða dollarar fóru í það," segir Ásgeir. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Fjárfesting lífeyrissjóðanna í HS Orku fór að stórum hluta til forstjóra móðurfélags HS Orku. Þetta fullyrðir Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, og vitnar í Ross Beaty sjálfan. Samlagshlutafélagið Jarðvarmi slhf. sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða gekk hinn 1. júní síðastliðinn frá kaupum á 25 prósent hlutafjár í HS Orku af dótturfélagi Magma Energy upp á 8,1 milljarð króna. Magma Energy heitir í dag Alterra Power. Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, fullyrðir að stór hluti kaupverðsins, eða tæpir þrír milljarðar króna, hafi farið í að greiða skuld við Ross Beaty, forstjóra Alterra Power, eiganda HS Orku. Ásmundur segir að Beaty hafi sagt þetta sjálfur á fundi í Garði í vor. „Hann sat þar fyrir svörum okkar bæjarstjóra á Suðurnesjum, þingmanna og annarra og það kom fram í hans máli, þegar spurt var um væntanleg kaup lífeyrissjóðanna í HS Orku að það fé yrði notað til að endurgreiða honum það lán sem hann lánaði Magma til að kaupa hlutinn í HS Orku á sínum tíma," segir Ásmundur. Ásmundur segir að hann hafi ekki trúað þessu fyrst. Honum hafi fundist einkennilegt að lífeyrissjóðirnir hafi samþykkt að stór hluti fjárfestingar þeirra færu ekki í að byggja upp atvinnulífið á Suðurnesjum. „Mér finnst það afar öfugsnúið að fjárfestingar lífeyrissjóðanna í atvinnulífinu á Íslandi eigi að fara í að greiða skuldir við eigendur félaga í erlendum ríkjum og jafnvel til annarra verkefna þar sem ég geri alveg eins ráð fyrir að þessir peningar verði nýttir til." Ásgeir Margeirsson, forstjóri Alterra Power á Íslandi, segir það rétt að Ross Beaty hafi veitt félaginu skammtímalán upp á 25 milljónir dollara. Peningarnir sem komu frá lífeyrissjóðunum, þeir eru að fara í að greiða forstjóranum þetta lán? „Það get ég nú ekki sagt alveg ákveðið, en eflaust hefur það einhver áhrif. Ross Beaty lánaði félaginu á síðasta ári fjármagn með skammtímaláni sem var notað sem rekstrarfé. En Alterra Energy er með víðtæka starfsemi og er með orkuver í rekstri og þar með orkusölu bæði í Bandaríkjunum og Kanada. Það er því mikið fjárstreymi í félaginu. Þetta var endurgreiðsla á láni sem var komið á tíma en ég get ekki svarað því nákvæmlega hvaða krónur eða dollarar fóru í það," segir Ásgeir. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira