Eigum enn möguleika á að fara í léttasta riðilinn í forkeppni ÓL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2011 10:00 Svo gæti farið að Ísland og Króatía verði saman í „létta“ riðlinum í undankeppni ÓL 2012. Mynd/Valli Þó svo að Ísland hafi ekki náð fimmta sætinu á HM í handbolta á liðið enn möguleika á að komast í léttasta riðilinn í undankeppni Ólympíuleikanna í Lundúnum árið 2012. Ísland varð í sjötta sæti á HM í Svíþjóð og því í hópi liðanna sem urðu í 2.-7. sæti og tryggðu sér þar með sæti í undankeppni ÓL 2012. Vísir greindi frá því á sínum tíma að liðin sem verða í 4. og 5. sæti á HM fara í auðveldasta riðilinn af þeim þremur sem keppa í áðurnefndri undankeppni. Þau lið fara í eina riðilinn sem inniheldur tvær Evrópuþjóðir. Í hinum tveimur riðlunum verða þrjár Evrópuþjóðir. Þar sem tvö lið komast áfram úr hverjum riðli og í ljósi gríðarlegra yfirburða Evrópuþjóða í handbolta má gera ráð fyrir því að umræddur riðill verði sá langléttasti í undankeppninni.Lestu hér um skipulagið á niðurröðun liða í riðlana. En þar sem Ísland varð í sjötta sæti ætti liðið samkvæmt öllu að fara í riðil sem verður með tveimur öðrum Evrópuþjóðum ásamt einu liði utan Evrópu. Það þarf þó ekki endilega að vera að svo fari. Eitt Evrópulið til viðbótar við það sem verður heimsmeistari á HM í Svíþjóð í dag mun tryggja sér beinan þátttökurétt á Ólympíuleikunum með sigri á Evrópumeistaramótinu í Serbíu á næsta ári*. Ef það lið verður eitt af þeim fjórum liðum sem verða í næstu sætum fyrir ofan Ísland á HM í Svíþjóð mun íslenska liðið „færast upp" um eitt sæti í niðurröðinni og þar með fara í léttasta riðilinn, ásamt liði Króatíu. Það er einmitt það sem gerðist í aðdraganda Ólympíuleikanna í Peking árið 2008. Þá hlutu Rússar sömu hlutskipti og Ísland þegar að þeir urðu í 6. sæti á HM í Þýskalandi árið 2007. Danir fengu brons í þeirri keppni en urðu svo Evrópumeistarar ári síðar. Þar með færðust Rússar upp í fimmta sætið og fór í léttasta riðilinn. Íslendingar græddu einnig á Evrópumeistaratitli Dana. Þar sem Ísland varð í áttunda sæti á HM átti liðið í raun ekki að fá þátttökurétt í undankeppni leikanna í Peking. En þökk sé því að Danir urðu Evrópumeistarar færðist Ísland upp um eitt sæti, í það sjöunda, og fékk sæti í undankeppninni. Ísland lenti þó í afar erfiðum riðli og keppti við Pólland, Svíþjóð og Argentínu. Þeir kláruðu þó verkefnið og unnu svo til silfurverðlauna á leikunum sjálfum. Þess skal þó getið að verði Ísland Evrópumeistari á næsta ári þarf liðið að sjálfsögðu ekki að taka þátt í undankeppni Ólympíuleikanna. * Ef það lið sem verður heimsmeistari í dag verður einnig Evrópumeistari á næsta ári mun liðið sem verður á öðru sæti á EM 2012 fá beinan þátttökurétt á Ólympíuleikunum. Ef það lið er eitt af þeim liðum sem skipa sæti 2-5 á HM í Svíþjóð mun Ísland einnig „færast upp" um eitt sæti. Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Þó svo að Ísland hafi ekki náð fimmta sætinu á HM í handbolta á liðið enn möguleika á að komast í léttasta riðilinn í undankeppni Ólympíuleikanna í Lundúnum árið 2012. Ísland varð í sjötta sæti á HM í Svíþjóð og því í hópi liðanna sem urðu í 2.-7. sæti og tryggðu sér þar með sæti í undankeppni ÓL 2012. Vísir greindi frá því á sínum tíma að liðin sem verða í 4. og 5. sæti á HM fara í auðveldasta riðilinn af þeim þremur sem keppa í áðurnefndri undankeppni. Þau lið fara í eina riðilinn sem inniheldur tvær Evrópuþjóðir. Í hinum tveimur riðlunum verða þrjár Evrópuþjóðir. Þar sem tvö lið komast áfram úr hverjum riðli og í ljósi gríðarlegra yfirburða Evrópuþjóða í handbolta má gera ráð fyrir því að umræddur riðill verði sá langléttasti í undankeppninni.Lestu hér um skipulagið á niðurröðun liða í riðlana. En þar sem Ísland varð í sjötta sæti ætti liðið samkvæmt öllu að fara í riðil sem verður með tveimur öðrum Evrópuþjóðum ásamt einu liði utan Evrópu. Það þarf þó ekki endilega að vera að svo fari. Eitt Evrópulið til viðbótar við það sem verður heimsmeistari á HM í Svíþjóð í dag mun tryggja sér beinan þátttökurétt á Ólympíuleikunum með sigri á Evrópumeistaramótinu í Serbíu á næsta ári*. Ef það lið verður eitt af þeim fjórum liðum sem verða í næstu sætum fyrir ofan Ísland á HM í Svíþjóð mun íslenska liðið „færast upp" um eitt sæti í niðurröðinni og þar með fara í léttasta riðilinn, ásamt liði Króatíu. Það er einmitt það sem gerðist í aðdraganda Ólympíuleikanna í Peking árið 2008. Þá hlutu Rússar sömu hlutskipti og Ísland þegar að þeir urðu í 6. sæti á HM í Þýskalandi árið 2007. Danir fengu brons í þeirri keppni en urðu svo Evrópumeistarar ári síðar. Þar með færðust Rússar upp í fimmta sætið og fór í léttasta riðilinn. Íslendingar græddu einnig á Evrópumeistaratitli Dana. Þar sem Ísland varð í áttunda sæti á HM átti liðið í raun ekki að fá þátttökurétt í undankeppni leikanna í Peking. En þökk sé því að Danir urðu Evrópumeistarar færðist Ísland upp um eitt sæti, í það sjöunda, og fékk sæti í undankeppninni. Ísland lenti þó í afar erfiðum riðli og keppti við Pólland, Svíþjóð og Argentínu. Þeir kláruðu þó verkefnið og unnu svo til silfurverðlauna á leikunum sjálfum. Þess skal þó getið að verði Ísland Evrópumeistari á næsta ári þarf liðið að sjálfsögðu ekki að taka þátt í undankeppni Ólympíuleikanna. * Ef það lið sem verður heimsmeistari í dag verður einnig Evrópumeistari á næsta ári mun liðið sem verður á öðru sæti á EM 2012 fá beinan þátttökurétt á Ólympíuleikunum. Ef það lið er eitt af þeim liðum sem skipa sæti 2-5 á HM í Svíþjóð mun Ísland einnig „færast upp" um eitt sæti.
Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira