Viðskipti innlent

Vona að samráðsvettvangur skapi 15 þúsund störf

Jónas Margeir skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, vonast til þess að samráðsvettvangur skapi 15 þúsund störf.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, vonast til þess að samráðsvettvangur skapi 15 þúsund störf.

Jóhanna Sigurðardóttir vonast til að nýr samráðsvettvangur stjórnvalda, vinnumarkaðsaðila og allra þingflokka um vinnumál skapi um það bil fimmtán þúsund störf.

Forsætisráðherra boðaði fulltrúa í nýskipuðum starfshópum um atvinnumál og vinnumarkaðsúrræði og ráðherranefnd um atvinnumál til sameiginlegs fundar í þjóðmenningarhúsinu í gær. Hópnum er ætlað að útfæra lausnir og úrræði eru til þess fallnar að skapa fjölbreytt og varanleg stöf.

Jóhanna segir verkefni hópsins vera annars vegar að fjölga störfum en hins vegar að kanna vinnumarkaðsmál í heild sinni. Hóparnir eiga að hefja störf strax eftir helgi og Jóhanna væntir þess að niðurstöðum verði skilað eins og fljótt og hægt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×