Viðskipti innlent

Bensínverð lækkar um 9 krónur hjá Orkunni og Atlantsolíu

Mynd/Vísir.

Orkan hefur í dag lækkað verð á öllum eldsneytisstöðvum sínum um 9 krónur. Þar að auki er Ofurdagur Orkunnar í dag, sem veitir Orkulyklahöfum 5 krónu afslátt í ofanálag.

Í tilkynningu segir að Orkan hefur í næstum eitt ár lofað Orkulyklahöfum Orkuvernd, en þar lofar Orkan (skv. skilmálum) að bregðast hratt við með því að bjóða lægsta verðið á eldsneyti.

Viðskiptavinir Orkunnar geta hér eftir sem hingað til vænst viðbragða við markaðsaðstæðum og treyst á verðstefnu félagsins.

Atlantsolía hefur fylgt í kjölfarið með sömu lækkun og ÓB hefur lækkað um fjórtán krónur í dag, í tilefni af því að íslenska landsliðið vann Japan með fjórtán marka mun á HM í gær.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×