Viðskipti innlent

Vilja skuldajafna í deilu um fráveitu

Pálmi Másson, bæjarstjóri Álftanes, hefur svarað riftun Orkuveitunnar á fráveitusamingi með kröfu um að frá skuld sveitarfélagsins dragist upphæð sem Orkuveitan hafi sparað með því að uppfylla ekki samnninga.
Fréttablaðið/Pjetur
Pálmi Másson, bæjarstjóri Álftanes, hefur svarað riftun Orkuveitunnar á fráveitusamingi með kröfu um að frá skuld sveitarfélagsins dragist upphæð sem Orkuveitan hafi sparað með því að uppfylla ekki samnninga. Fréttablaðið/Pjetur

Álftanes hefur lýst yfir skuldajöfnuði vegna riftunar Orkuveitunnar á fjögurra ára gömlum samningi um kaup, uppbyggingu og rekstur fráveitunnar á Álftanesi.

Samkvæmt Orkuveitunni hefur Álftanes ekki staðið skil á stofngjöldum fyrir árin 2008 til 2010 auk þess sem öll fráveitugjöld nýliðins árs eru í vanskilum. Með riftun samningsins falli öll ábyrgð á fráveitunni á Álftanesi aftur á sveitarfélagið sem nú skuldi Orkuveitunni rúmar 89 milljónir króna auk þess sem von sé á 20 milljóna króna reikningi frá Ístaki.

Pálmi Þór Másson, bæjarstjóri á Álftanesi, segir hins vegar í bréfi til Orkuveitunnar að fyrirtækið hafi ekki staðið við sinn hluta samningsins með því að fresta uppbyggingu á fráveitunni. Með því hafi fyrirtækið nú sparað sér tæpar 72 milljónir króna í vaxtakostnað. Sveitarfélagið krefst þess að þessari upphæð verði skuldajafnað á móti kröfu Orkuveitunnar. Þess utan vill Álftanes að sömuleiðis verði skuldajafnað vegna tíu milljóna króna sem Orkuveitan átti samkvæmt kaupsamningi að greiða til uppbyggingar Menningar- og náttúruseturs eða til umhverfisfræðslu á Álftanesi.

Þá mótmælir Álftnes riftuninni sem ólögmætri og kveður fráveituna áfram á ábyrgð Orkuveitunnar. Einnig áskilur sveitarfélagið sér rétt til skaðabóta. - gar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×