Viðskipti innlent

Kanna ástand og magn síldar

Dröfn RE, skip Hafrannsóknastofnunar fór í gær til síldarrannsókna í Breiðafirði. Markmiðið er að kanna útbreiðslu stofnsins þar, magnmæla hann og síðast en ekki síst að meta sýkinguna sem herjað hefur á stofninn frá árinu 2008 og valdið miklum afföllum bæði í ungsíld sem og veiðistofninum.

Eins og undanfarna tvo vetur hefur verið fylgst með þróun sýkingarinnar yfir alla vertíðina, og er þessi rannsóknarleiðangur liður í því.

Áætlað er að Dröfnin verði við mælingar í fimm daga að þessu sinni og svo aftur í fimm daga á sömu slóðum undir lok febrúar.

- shá








Fleiri fréttir

Sjá meira


×