Stýrivextir lækkaðir um 0,25 prósentur 2. febrúar 2011 09:05 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka í 3,25%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum lækka í 4,0%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga lækka í 4,25% og daglánavextir lækka í 5,25%. Í tilkynningu segir að áfram dró úr verðbólgu í desember og janúar. Tólf mánaða verðbólga var 1,8% í janúar eða 1,6% að áhrifum hærri neysluskatta frátöldum. Hún er því nokkuð undir 2½% verðbólgumarkmiði bankans. Tilfallandi verðlækkanir bættust við árstíðarbundna lækkun vísitölu neysluverðs í janúar. Sem fyrr stuðla hagstæð gengisþróun undanfarið ár, lækkandi verðbólguvæntingar og slaki í þjóðarbúskapnum að lítilli og stöðugri verðbólgu. Samkvæmt spánni sem birt er í Peningamálum í dag, verður efnahagsbatinn heldur meiri í ár en Seðlabankinn spáði í nóvember. Spáð er 2,8% hagvexti í ár og liðlega 3% vexti á árunum 2012 og 2013. Verðbólga hefur verið heldur minni en fólst í nóvemberspánni, aðallega vegna einskiptisáhrifa breytinga á opinberum gjöldum, og er því spáð að hún verði eitthvað undir verðbólgumarkmiðinu nánast til loka spátímans. Þótt grunnefnahagsþættir og gjaldeyrishöft styðji áfram við gengi krónunnar hefur viðskiptavegið gengi krónu lækkað um 4½% frá fundi peningastefnunefndar í desember. Enn er of snemmt að fullyrða að hve miklu leyti lækkunina megi rekja til tímabundinna þátta. Umtalsverð kaup Seðlabankans á gjaldeyri undir lok síðasta árs, sem ætlað var að draga úr gjaldeyrismisvægi fjármálastofnana og auka óskuldsettan gjaldeyrisforða Seðlabankans, gætu einnig hafa haft skammtímaáhrif á gengi krónunnar. Þar sem horfur eru á að verðbólga verði áfram við verðbólgumarkmiðið og í ljósi þess að vextir eru í sögulegu lágmarki ríkir aukin óvissa um í hvaða átt næstu vaxtabreytingar verða. Áætlanir um afnám hafta á fjármagnshreyfingar skapa einnig óvissu til skemmri tíma. Peningastefnunefndin er reiðubúin til þess að breyta aðhaldi peningastefnunnar eins og nauðsynlegt er með hliðsjón af því tímabundna markmiði hennar að stuðla að gengisstöðugleika og í því skyni að tryggja að verðbólga verði nálægt markmiði til lengri tíma litið. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka í 3,25%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum lækka í 4,0%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga lækka í 4,25% og daglánavextir lækka í 5,25%. Í tilkynningu segir að áfram dró úr verðbólgu í desember og janúar. Tólf mánaða verðbólga var 1,8% í janúar eða 1,6% að áhrifum hærri neysluskatta frátöldum. Hún er því nokkuð undir 2½% verðbólgumarkmiði bankans. Tilfallandi verðlækkanir bættust við árstíðarbundna lækkun vísitölu neysluverðs í janúar. Sem fyrr stuðla hagstæð gengisþróun undanfarið ár, lækkandi verðbólguvæntingar og slaki í þjóðarbúskapnum að lítilli og stöðugri verðbólgu. Samkvæmt spánni sem birt er í Peningamálum í dag, verður efnahagsbatinn heldur meiri í ár en Seðlabankinn spáði í nóvember. Spáð er 2,8% hagvexti í ár og liðlega 3% vexti á árunum 2012 og 2013. Verðbólga hefur verið heldur minni en fólst í nóvemberspánni, aðallega vegna einskiptisáhrifa breytinga á opinberum gjöldum, og er því spáð að hún verði eitthvað undir verðbólgumarkmiðinu nánast til loka spátímans. Þótt grunnefnahagsþættir og gjaldeyrishöft styðji áfram við gengi krónunnar hefur viðskiptavegið gengi krónu lækkað um 4½% frá fundi peningastefnunefndar í desember. Enn er of snemmt að fullyrða að hve miklu leyti lækkunina megi rekja til tímabundinna þátta. Umtalsverð kaup Seðlabankans á gjaldeyri undir lok síðasta árs, sem ætlað var að draga úr gjaldeyrismisvægi fjármálastofnana og auka óskuldsettan gjaldeyrisforða Seðlabankans, gætu einnig hafa haft skammtímaáhrif á gengi krónunnar. Þar sem horfur eru á að verðbólga verði áfram við verðbólgumarkmiðið og í ljósi þess að vextir eru í sögulegu lágmarki ríkir aukin óvissa um í hvaða átt næstu vaxtabreytingar verða. Áætlanir um afnám hafta á fjármagnshreyfingar skapa einnig óvissu til skemmri tíma. Peningastefnunefndin er reiðubúin til þess að breyta aðhaldi peningastefnunnar eins og nauðsynlegt er með hliðsjón af því tímabundna markmiði hennar að stuðla að gengisstöðugleika og í því skyni að tryggja að verðbólga verði nálægt markmiði til lengri tíma litið.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira