Viðskipti innlent

Skilanefnd eykur gjaldeyrisforðann tímabundið um 127 milljarða

Mikil hreyfing á gjaldeyrisreikningi fjármálastofnanna hjá Seðlabankanum var tilkomin að mestu vegna útgreiðslu skilanefndar Landsbankans til körfuhafa bankans í síðasta mánuði.

Hreyfingin veldur því að samkvæmt hagtölum bankans aukast erlendar eignir hans, það er gjaldeyrisforðinn, um 127 milljarða kr. milli mánaða. Forðinn fór úr 985 milljörðum króna og í 1.112 milljarða kr.

Samkvæmt heimildum Fréttastofu er þessi gjaldeyrisreikningur nær eingöngu notaður af þrotabúum gömlu bankanna þriggja og er útgreiðsla Landsbankans ástæða hreyfingarinnar.

Gjaldeyririnn hafi verið fluttur til Seðlabankans m.a. frá Englandsbanka og seðlabanka Hollands og verður síðan greiddur út þaðan til kröfuhafa. Í næsta mánuði mun þessi upphæð því hverfa úr hagtölunum.

Fréttastofan sendi bankanum fyrirspurn um hvað lægi á bakvið þessar hreyfingar en bankinn sagðist ekki geta svarað þeirri fyrirspurn






Fleiri fréttir

Sjá meira


×