Handbolti

Ferð á úrslitaleikinn í verðlaun í HM-leik Keflavíkurvallar

Úrslitaleikurinn fer fram í Malmö Arena 30. janúar.
Úrslitaleikurinn fer fram í Malmö Arena 30. janúar.
Keflavíkurvöllur býður upp á einn skemmtilegasta leikinn um HM í handbolta á heimasíðu sinni, kefairport.is. Allir geta tekið þátt með því að tengjast síðunni í gegnum Facebook og hafa fjölmargir þegar skráð sig.

Í leiknum eiga þátttakendur að spá fyrir um úrslit einstakra leikja og keppninnar í heild. Ef spádómsúthaldið klikkar er einnig hægt að velja sjálfval og láta kerfið velja úrslitin fyrir sig. Síðan er hægt að breyta spánni allt þar til flautað er til leiks í hverjum leik fyrir sig.

Stigin safnast saman á meðan á keppninni stendur og þeir sem hljóta flest stig fá verðlaun. Leikurinn notar stuðla þannig að þátttakendur fá fleiri stig fyrir óvænt úrslit. Stuðlarnir verða á hreyfingu á meðan á keppninni stendur en standa þó alltaf í stað síðasta sólahringinn fyrir hvern leik.

Aðalverðlaun er sólarlandaferð fyrir tvo. Fjöldi annarra vinninga eru í boði; 50 tommu flatskjár, 66°norður úlpa, Playstation 3 leikjatölva, landsliðstreyjur, boðsmiðar í Bláa Lónið, Hrafnar frá Epal, gjafabréf frá Bistro Atlantic og fleira. Heppinn þátttakandi fær síðan ferð á undan- og úrslitaleikina á HM.

Einnig eru veitt verðlaun fyrir hópakeppni en þá skrá allt að fimm manns sig saman í hóp.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Keflavíkurvallar, kefairport.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×