Handbolti

Faxi og Olsson skildu Beutler eftir í kuldanum

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Staffan Olsson og Ola Lindgren eru í stóru hlutverki á HM í Svíþjóð en þeir stýra liði gestgjafanna á heimsmeistaramótinu.
Staffan Olsson og Ola Lindgren eru í stóru hlutverki á HM í Svíþjóð en þeir stýra liði gestgjafanna á heimsmeistaramótinu. Nordic Photos/Getty Images

Staffan Olsson og Ola Lindgren eru í stóru hlutverki á HM í Svíþjóð en þeir stýra liði gestgjafanna á heimsmeistaramótinu. „Faxi" og Lindgren hafa tilkynnt 16 manna leikmannahóp sinn og vekur athygli að markvörðurinn Dan Beutler frá þýskala liðinu Flensburg var ekki valinn.

Beutler hefur sýnt fína takta í deildarkeppninni í vetur en hann var víst ekki sáttur við hve lítið hann hefur fengið að spila í landsleikjum að undanförnu. Hinn 33 ára gamli Beutler hefur samið við þýska stórliðið Hamburg og mun hann leika með liðinu á næstu leiktíð.

Fredrik Larsson var hinn leikmaðurinn úr 18 manna æfingahópnum sem fer ekki á HM.

Svíar verða með tvo markverði í liðinu líkt og Íslendingar. Olsson segir í viðtali að Mattias Andersson og Johan Sjöstrand séu bestu markverðir Svía þessa stundina. „Þetta var erfið ákvörðun," sagði Olsson sem var þjálfari Rhein Neckar Löwen áður en Guðmundur Guðmundsson tók við liðinu.

Leikmannahópur Svía:

Mattias Andersson, TV Grosswallstadt

Johan Sjöstrand, FC Barcelona

Mattias Gustafsson, TuS N-Lübbecke

Kim Andersson, THW Kiel

Jonas Källman, Ciudad Real

Magnus Jernemyr, FC Barcelona

Lukas Karlsson, KIF Kolding

Jan Lennartsson, AaB Håndbold

Niclas Ekberg, AG Köpenhamn

Dalibor Doder, GWD Minden

Robert Arrhenius, THW Kiel

Jonas Larholm, AaB Håndbold

Oscar Carlén, SG Flensburg-Handewitt

Tobias Karlsson, SG Flensburg-Handewitt

Fredrik Petersen, Bjerringebro-Silkeborg

Kim Ekdahl Du Rietz - Lugi HF








Fleiri fréttir

Sjá meira


×