Viðskipti innlent

Porsche Cayenne uppseldur fram í mars

Lögin sem tóku gildi um áramótin og eiga að draga úr útblæstri koltvísírings íslenska bílaflotans hafa valdið því að Porsche Cayenne jeppinn frá Bílabúð Benna hefur lækkað í verði og er nú uppseldur.

Lögin þýða að umhverfisvænir bílar lækka almennt í verði, en flestir stærri bílar verða dýrari. „Það vekur því athygli að lúxusjeppinn Porsche Cayenne dísel, handhafi Gullna stýrisins, skuli ekki hækka heldur lækka, á aðlögunartímanum, um allt að eina milljón," segirí tilkynningu frá Bílabúð Benna. Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna segir að mjög vel búinn Porsche Cayenne dísel, kosti 12,900 þúsund krónur.

Að hans sögn kemur það verð fólki almennt þægilega á óvart, viðtökurnar hafi verið mjög góðar og bíllinn sé uppseldur fram í mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×