Viðskipti innlent

Skilanefnd Landsbankans vill selja fleiri dönsk hótel

Skilanefnd Landsbankans hyggst selja fleiri dönsk hótel í náninni framtíð. Þetta kemur fram í viðtali Berlinske Tidende við Pál Benediktsson talsmann skilanefndarinnar. Sem kunnugt er af fréttum er skilanefndin búin að selja Hotel D´Angleterre.

Fyrir utan Hotel D´Angleterre á Landsbankinn hótelin Kong Frederik og Front í Kaupmannahöfn en þau tilheyrðu einnig Nordic Partners eins og Hotel D´Angleterre.

„Við höfum ekki sett söluferlið í gang ennþá," segir Páll. „Kong Frederik og Front eru í góðu standi og eru rekin af duglegum félögum. En eins og með D´Angleterre er það ætlunin að selja þessi hótel á einhverjum tímapunkti."

Síðan segir í Berlingske að bankinn vænti þess að hótelin tvö verði seld í síðasta lagi innan tveggja ára.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×