Vísar gjaldþroti OR á nýjan meirihluta 30. mars 2011 18:23 Guðlaugur Sverrisson Guðlaugur Sverrisson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir stöðu Orkuveitunnar hafa verið komna í ásættanlegt horf þegar hann lét af störfum í júní á síðasta ári. Hann spyr hvað breyttist. Í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla skrifar hann: „Orkuveita fékk lán afgreidd allan þann tíma er undirritaður var stjórnarformaður. Hvað breyttist eftir júní 2010? Núverandi forstjóri hefur staðfest án frekari skýringa að skyndilega um áramótin 2011 hafi viðhorf til félagsins gjörbreyst. Höfðu þá nýir stjórnendur setið að félaginu í hálft ár, skipt um forstjóra, sett bráðabirgðaforstjóra og hækkað gjaldskrá á almenning." Guðlaugur rekur sögu Orkuveitunnar frá því hann tók við sem stjórnarformaður. Hann segir meðal annars í yfirlýsingunni að allan þann tíma sem hann starfaði sem stjórnarformaður áttu stjórnendur OR í góðu samstarfi við lánardrottna sem byggt var á trausti en þeir sýndu félaginu skilning á erfiðum tímum. Á árinu 2009 fékk OR lán afgreitt frá Evrópska þróunarbankanum (CEB) upp á 6-7 milljarða. Í nóvember sama ár fékkst lán frá Evrópska fjárfestingabankanum (EIB) upp á 30 milljarða. Í janúar 2010 fóru fjármálastjóri Reykjavíkur og fjármálstjóra OR til fundar við Norræna fjárfestingarbankann (NIB). Þar var lýst yfir að mikill vilji væri til að lána OR um 12-14 milljarða. NIB setti þó fram þau skilyrði að hækkunarþörf á gjaldskrá OR yrði staðfest í þriggja ára áætlun félagsins . Seld voru skuldabréf á markaði fyrir um 5 milljarða á árinu 2010. Í júní 2010 er undirritaður lætur af stöfum sem stjórnarformaður OR voru engin vandkvæði á því að NIB muni lána fyrrgreinda upphæð til landsins að skilyrðum uppfylltum. Í lok yfirlýsingarinnar furðar Guðlaugur sig á því hvað hafi breyst og spyr: „Getur verð að yfirlýsingar stjórnenda og eigenda um stöðu og greiðslugetu OR hafi haft áhrif til hins verra við útvegun fjármagns til rekstrar OR? Fullyrðingar nýrra stjórnenda OR um gjaldþrot fyrirtækisins er algjörlega á þeirra ábyrgð." Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Orkuveitan fær 11,3 milljarða frá borginni Reykjavíkurborg mun lána Orkuveitunni 11,3 milljarða króna til þess að rétta af fjárhag fyrirtækisins. Þetta var samþykkt á borgarráðsfundi í dag en borgarstjóri lagði tillöguna fram. Bróðurpartur lánsins verður greiddur út þann 1. apríl næstkomandi eða 7,4 milljarðar en eftirstöðvarnar á fyrri hluta árs 2013. 29. mars 2011 14:00 Orkuveitan: Hefðu ekki getað borgað laun án björgunarpakkans Orkuveitan er gjaldþrota fyrirtæki að mati Bjarna Bjarnasonar forstjóra Orkuveitunnar og hefði ekki getað borgað starfsfólki laun án björgunarpakkans sem samþykktur var í dag. Stofnuð hefur verið sérstök rannsóknarnefnd sem fara mun yfir málefni Orkuveitunnar. 29. mars 2011 18:31 Áttuðu sig fyrst á grafalvarlegri stöðu Orkuveitunnar í lok janúar Það var ekki fyrr en 28. janúar sem stjórnendum Orkuveitunnar í Reykjavík varð ljóst að staða Orkuveitunnar væri grafalvarleg, og að fyrirtækið væri tæknilega gjaldþrota. 29. mars 2011 19:51 Forstjóri OR með 1,3 milljónir á mánuði Forstjóri Orkuveitunnar er með 1,3 milljónir á laun á mánuði. Hann boðar nýjan hugsunarhátt hjá fyrirtækinu og segir alla þurfa að herða sultarólina. Formaður borgarráðs segir samfélagið þurfa að sýna samstöðu með Orkuveitunni til að tryggja endurreisn fyrirtækisins. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, boðaði í gær nýja tíma og hugsun hjá fyrirtækinu en björgunarpakki borgarinnar felur í sér 12 milljarða króna víkjandi lán frá eigendum til Orkuveitunnar sem kemur á móti umfangsmiklum niðurskurðaraðgerðum hjá Orkuveitunni sjálfri. Bjarni Bjarnason sagði að nú þyrftu menn að herða sultarólina. "Það sem við erum að gerast snýst um lágmarksarðsemi. Greiðsluþol almennings er ekki mikið. Við vvildum sjá hærri arðsemi en við munum herða ólina allsstaðar og líka hjá okkur sjálfum,“ segir Bjarni. Meðal aðgerða Orkuveitunnar er fækkun starfsfólks og sala eigna. Spurður hvað hann væri sjálfur með í laun svaraði Bjarni: "Ég er með 1340 þúsund.“ Þegar fréttamaður spurði Bjarna hvort hann stefndi á að lækka laun sín, svaraði hann: "Þessi laun hafa lækkað um 40%, meiri launaskerðing en hjá flestum,“ segir hann. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitunnar, sagði að stjórnin hefði ákveðið að laun forstjóra fylgdu kjararáðsúrskurði um sambærilegar stöður hjá sambærilegum fyrirtækjum. Dagur B. Eggertsson borgarfulltúi var þá spurður hvort hægt væri að bera Orkuveitu reykjavíkur við önnur orkufyrirtæki - fréttir dagsins væru jú þær að Orkuveitan væri tæknilega gjaldþrota. "Ég held við ættum frekar að miða laun Bjarna við lækninn sem kemur á slysstað en þann sem veldur slysinu,“ segir Dagur. 30. mars 2011 12:23 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Guðlaugur Sverrisson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir stöðu Orkuveitunnar hafa verið komna í ásættanlegt horf þegar hann lét af störfum í júní á síðasta ári. Hann spyr hvað breyttist. Í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla skrifar hann: „Orkuveita fékk lán afgreidd allan þann tíma er undirritaður var stjórnarformaður. Hvað breyttist eftir júní 2010? Núverandi forstjóri hefur staðfest án frekari skýringa að skyndilega um áramótin 2011 hafi viðhorf til félagsins gjörbreyst. Höfðu þá nýir stjórnendur setið að félaginu í hálft ár, skipt um forstjóra, sett bráðabirgðaforstjóra og hækkað gjaldskrá á almenning." Guðlaugur rekur sögu Orkuveitunnar frá því hann tók við sem stjórnarformaður. Hann segir meðal annars í yfirlýsingunni að allan þann tíma sem hann starfaði sem stjórnarformaður áttu stjórnendur OR í góðu samstarfi við lánardrottna sem byggt var á trausti en þeir sýndu félaginu skilning á erfiðum tímum. Á árinu 2009 fékk OR lán afgreitt frá Evrópska þróunarbankanum (CEB) upp á 6-7 milljarða. Í nóvember sama ár fékkst lán frá Evrópska fjárfestingabankanum (EIB) upp á 30 milljarða. Í janúar 2010 fóru fjármálastjóri Reykjavíkur og fjármálstjóra OR til fundar við Norræna fjárfestingarbankann (NIB). Þar var lýst yfir að mikill vilji væri til að lána OR um 12-14 milljarða. NIB setti þó fram þau skilyrði að hækkunarþörf á gjaldskrá OR yrði staðfest í þriggja ára áætlun félagsins . Seld voru skuldabréf á markaði fyrir um 5 milljarða á árinu 2010. Í júní 2010 er undirritaður lætur af stöfum sem stjórnarformaður OR voru engin vandkvæði á því að NIB muni lána fyrrgreinda upphæð til landsins að skilyrðum uppfylltum. Í lok yfirlýsingarinnar furðar Guðlaugur sig á því hvað hafi breyst og spyr: „Getur verð að yfirlýsingar stjórnenda og eigenda um stöðu og greiðslugetu OR hafi haft áhrif til hins verra við útvegun fjármagns til rekstrar OR? Fullyrðingar nýrra stjórnenda OR um gjaldþrot fyrirtækisins er algjörlega á þeirra ábyrgð." Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Orkuveitan fær 11,3 milljarða frá borginni Reykjavíkurborg mun lána Orkuveitunni 11,3 milljarða króna til þess að rétta af fjárhag fyrirtækisins. Þetta var samþykkt á borgarráðsfundi í dag en borgarstjóri lagði tillöguna fram. Bróðurpartur lánsins verður greiddur út þann 1. apríl næstkomandi eða 7,4 milljarðar en eftirstöðvarnar á fyrri hluta árs 2013. 29. mars 2011 14:00 Orkuveitan: Hefðu ekki getað borgað laun án björgunarpakkans Orkuveitan er gjaldþrota fyrirtæki að mati Bjarna Bjarnasonar forstjóra Orkuveitunnar og hefði ekki getað borgað starfsfólki laun án björgunarpakkans sem samþykktur var í dag. Stofnuð hefur verið sérstök rannsóknarnefnd sem fara mun yfir málefni Orkuveitunnar. 29. mars 2011 18:31 Áttuðu sig fyrst á grafalvarlegri stöðu Orkuveitunnar í lok janúar Það var ekki fyrr en 28. janúar sem stjórnendum Orkuveitunnar í Reykjavík varð ljóst að staða Orkuveitunnar væri grafalvarleg, og að fyrirtækið væri tæknilega gjaldþrota. 29. mars 2011 19:51 Forstjóri OR með 1,3 milljónir á mánuði Forstjóri Orkuveitunnar er með 1,3 milljónir á laun á mánuði. Hann boðar nýjan hugsunarhátt hjá fyrirtækinu og segir alla þurfa að herða sultarólina. Formaður borgarráðs segir samfélagið þurfa að sýna samstöðu með Orkuveitunni til að tryggja endurreisn fyrirtækisins. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, boðaði í gær nýja tíma og hugsun hjá fyrirtækinu en björgunarpakki borgarinnar felur í sér 12 milljarða króna víkjandi lán frá eigendum til Orkuveitunnar sem kemur á móti umfangsmiklum niðurskurðaraðgerðum hjá Orkuveitunni sjálfri. Bjarni Bjarnason sagði að nú þyrftu menn að herða sultarólina. "Það sem við erum að gerast snýst um lágmarksarðsemi. Greiðsluþol almennings er ekki mikið. Við vvildum sjá hærri arðsemi en við munum herða ólina allsstaðar og líka hjá okkur sjálfum,“ segir Bjarni. Meðal aðgerða Orkuveitunnar er fækkun starfsfólks og sala eigna. Spurður hvað hann væri sjálfur með í laun svaraði Bjarni: "Ég er með 1340 þúsund.“ Þegar fréttamaður spurði Bjarna hvort hann stefndi á að lækka laun sín, svaraði hann: "Þessi laun hafa lækkað um 40%, meiri launaskerðing en hjá flestum,“ segir hann. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitunnar, sagði að stjórnin hefði ákveðið að laun forstjóra fylgdu kjararáðsúrskurði um sambærilegar stöður hjá sambærilegum fyrirtækjum. Dagur B. Eggertsson borgarfulltúi var þá spurður hvort hægt væri að bera Orkuveitu reykjavíkur við önnur orkufyrirtæki - fréttir dagsins væru jú þær að Orkuveitan væri tæknilega gjaldþrota. "Ég held við ættum frekar að miða laun Bjarna við lækninn sem kemur á slysstað en þann sem veldur slysinu,“ segir Dagur. 30. mars 2011 12:23 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Orkuveitan fær 11,3 milljarða frá borginni Reykjavíkurborg mun lána Orkuveitunni 11,3 milljarða króna til þess að rétta af fjárhag fyrirtækisins. Þetta var samþykkt á borgarráðsfundi í dag en borgarstjóri lagði tillöguna fram. Bróðurpartur lánsins verður greiddur út þann 1. apríl næstkomandi eða 7,4 milljarðar en eftirstöðvarnar á fyrri hluta árs 2013. 29. mars 2011 14:00
Orkuveitan: Hefðu ekki getað borgað laun án björgunarpakkans Orkuveitan er gjaldþrota fyrirtæki að mati Bjarna Bjarnasonar forstjóra Orkuveitunnar og hefði ekki getað borgað starfsfólki laun án björgunarpakkans sem samþykktur var í dag. Stofnuð hefur verið sérstök rannsóknarnefnd sem fara mun yfir málefni Orkuveitunnar. 29. mars 2011 18:31
Áttuðu sig fyrst á grafalvarlegri stöðu Orkuveitunnar í lok janúar Það var ekki fyrr en 28. janúar sem stjórnendum Orkuveitunnar í Reykjavík varð ljóst að staða Orkuveitunnar væri grafalvarleg, og að fyrirtækið væri tæknilega gjaldþrota. 29. mars 2011 19:51
Forstjóri OR með 1,3 milljónir á mánuði Forstjóri Orkuveitunnar er með 1,3 milljónir á laun á mánuði. Hann boðar nýjan hugsunarhátt hjá fyrirtækinu og segir alla þurfa að herða sultarólina. Formaður borgarráðs segir samfélagið þurfa að sýna samstöðu með Orkuveitunni til að tryggja endurreisn fyrirtækisins. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, boðaði í gær nýja tíma og hugsun hjá fyrirtækinu en björgunarpakki borgarinnar felur í sér 12 milljarða króna víkjandi lán frá eigendum til Orkuveitunnar sem kemur á móti umfangsmiklum niðurskurðaraðgerðum hjá Orkuveitunni sjálfri. Bjarni Bjarnason sagði að nú þyrftu menn að herða sultarólina. "Það sem við erum að gerast snýst um lágmarksarðsemi. Greiðsluþol almennings er ekki mikið. Við vvildum sjá hærri arðsemi en við munum herða ólina allsstaðar og líka hjá okkur sjálfum,“ segir Bjarni. Meðal aðgerða Orkuveitunnar er fækkun starfsfólks og sala eigna. Spurður hvað hann væri sjálfur með í laun svaraði Bjarni: "Ég er með 1340 þúsund.“ Þegar fréttamaður spurði Bjarna hvort hann stefndi á að lækka laun sín, svaraði hann: "Þessi laun hafa lækkað um 40%, meiri launaskerðing en hjá flestum,“ segir hann. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitunnar, sagði að stjórnin hefði ákveðið að laun forstjóra fylgdu kjararáðsúrskurði um sambærilegar stöður hjá sambærilegum fyrirtækjum. Dagur B. Eggertsson borgarfulltúi var þá spurður hvort hægt væri að bera Orkuveitu reykjavíkur við önnur orkufyrirtæki - fréttir dagsins væru jú þær að Orkuveitan væri tæknilega gjaldþrota. "Ég held við ættum frekar að miða laun Bjarna við lækninn sem kemur á slysstað en þann sem veldur slysinu,“ segir Dagur. 30. mars 2011 12:23