Karen: Hugsa allt of mikið á vítalínunni Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 10. desember 2011 10:00 Karen hefur farið mikinn á HM. Karen Knútsdóttir er heilinn á bak við flestar sóknaraðgerðir íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Leikstjórnandinn hefur leikið vel á HM og hún fór á kostum í 26-20 sigri Íslands gegn Þýskalandi. Sigurinn var sérstaklega sætur fyrir hana þar sem Karen leikur sem atvinnumaður með þýska 1. deildarliðinu HSG Blomberg-Lippe. Karen segir að það hafi verið erfið ákvörðun að fara til Þýskalands en hún sér ekki eftir því í dag. „Ég flutti út í júlí og er að komast betur inn í hlutina. Þetta er ungt lið, ég fæ mikið að spila og þetta var rétt ákvörðun hjá mér að fara til Þýskalands. Bærinn er lítill, rétt um 15 þúsund íbúar, er stutt frá Lemgo og í klukkutíma fjarlægð frá Hannover. Þetta er lítill fjölskylduklúbbur og þeir buðu mér samning eftir að ég lék með Fram gegn þessu liði í Evrópukeppni." Karen hefur smátt og smátt náð að aðlagast aðstæðum en í liðinu er annar íslenskur leikmaður, Hildur Þorgeirsdóttir, sem var í æfingahóp landsliðsins fyrir HM. „Þýskaland heillaði mig ekki, ég lærði frönsku í Verslunarskólanum, og ég ætlaði aldrei að fara til Þýskalands til þess að búa þar. Það breyttist hinsvegar og mér líður bara vel þarna. Ég veit samt ekki hvort ég myndi flytja þangað til þess eins að búa í Þýskalandi – held ekki." Langar til að verða arkitektKaren er aðeins 21 árs gömul og það blundar í henni að afla sér frekari menntunar. „Ég fór í verkfræði eftir stúdentsprófið en Evrópumeistaramótið í Danmörku fór alveg með plönin mín í verkfræðinni. Ég hætti en það sem mig langar til að gera er að læra að verða arkitekt. Hvenær ég fer í það verður bara að koma í ljós. Ég ætla að einbeita mér aðeins lengur að handboltanum og sjá hvað gerist." Leikstjórnandinn segir að hún aki ekki um á BMW sportbílum eða lifi einhverju „glamúrlífi" sem atvinnumaður í handbolta. „Ég er sátt við það sem ég samdi um. Félagið útvegar húsnæði, bíl og sér um margt annað sem tengist þessu daglega lífi. Ég borga símareikninginn og að sjálfsögðu fæ ég laun fyrir að spila. Launin eru góð og ég er ánægð með samninginn sem ég gerði. Það væri gaman að geta komist að hjá sterkara liði í framtíðinni, kannski verður þetta HM til þess að opna einhverja glugga," segir Karen. Karen hefur sýnt stáltaugar í vítaköstunum á heimsmeistaramótinu og hún skoraði alls 9 mörk gegn Þjóðverjum – og þar af fjögur á lokamínútum leiksins. Karen er ekki hávaxnasti leikmaðurinn í íslenska liðinu en það má ekki líta af henni í vörninni þá er hún búin að skjóta eða brjótast í gegn. Karen viðurkennir að hún hafi hugsað of mikið í Þjóðverjaleiknum þegar hún tók vítaköstin. „Ég virðist kannski vera mjög róleg en ég hugsa um allt of mikið. Þegar ég tók víti í stöðunni 21-20 þá fór ég að hugsa um hvað myndi gerast ef ég klúðraði og þær kæmust í sókn og jöfnuðu. Ég fer yfir stöðuna þegar ég tek víti og liðsfélagarnir hafa gert grín að þessu hjá mér. Ég er í alvöru að hugsa um að ég megi ekki klúðra og það tókst sem betur fer. Ég er ekkert að fara taka eitthvað „Ólaf Stefáns" víti í svona móti eða bara í leik. Ég er ekki með taugar í það ennþá," segir Karen og rifjar upp eftirminnileg vítaköst Ólafs Stefánssonar fyrirliða íslenska karlalandsliðsins. Ágúst Jóhannsson þjálfari kvennalandsliðsins fær mikið hrós hjá Karen. „Gústi hefur lyft okkur á hærra plan og þetta er ótrúlega skemmtilegt. Hann tók okkur á fund strax eftir stórtapið gegn Noregi, og sagði í raun allt rétt. Við vorum þvílíkt tilbúnar í leikinn gegn Þýskalandi. Gústi og aðstoðarmenn hans eiga stóran hlut í því að liðið er í framför," sagði Karen Knútsdóttir. Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Sjá meira
Karen Knútsdóttir er heilinn á bak við flestar sóknaraðgerðir íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Leikstjórnandinn hefur leikið vel á HM og hún fór á kostum í 26-20 sigri Íslands gegn Þýskalandi. Sigurinn var sérstaklega sætur fyrir hana þar sem Karen leikur sem atvinnumaður með þýska 1. deildarliðinu HSG Blomberg-Lippe. Karen segir að það hafi verið erfið ákvörðun að fara til Þýskalands en hún sér ekki eftir því í dag. „Ég flutti út í júlí og er að komast betur inn í hlutina. Þetta er ungt lið, ég fæ mikið að spila og þetta var rétt ákvörðun hjá mér að fara til Þýskalands. Bærinn er lítill, rétt um 15 þúsund íbúar, er stutt frá Lemgo og í klukkutíma fjarlægð frá Hannover. Þetta er lítill fjölskylduklúbbur og þeir buðu mér samning eftir að ég lék með Fram gegn þessu liði í Evrópukeppni." Karen hefur smátt og smátt náð að aðlagast aðstæðum en í liðinu er annar íslenskur leikmaður, Hildur Þorgeirsdóttir, sem var í æfingahóp landsliðsins fyrir HM. „Þýskaland heillaði mig ekki, ég lærði frönsku í Verslunarskólanum, og ég ætlaði aldrei að fara til Þýskalands til þess að búa þar. Það breyttist hinsvegar og mér líður bara vel þarna. Ég veit samt ekki hvort ég myndi flytja þangað til þess eins að búa í Þýskalandi – held ekki." Langar til að verða arkitektKaren er aðeins 21 árs gömul og það blundar í henni að afla sér frekari menntunar. „Ég fór í verkfræði eftir stúdentsprófið en Evrópumeistaramótið í Danmörku fór alveg með plönin mín í verkfræðinni. Ég hætti en það sem mig langar til að gera er að læra að verða arkitekt. Hvenær ég fer í það verður bara að koma í ljós. Ég ætla að einbeita mér aðeins lengur að handboltanum og sjá hvað gerist." Leikstjórnandinn segir að hún aki ekki um á BMW sportbílum eða lifi einhverju „glamúrlífi" sem atvinnumaður í handbolta. „Ég er sátt við það sem ég samdi um. Félagið útvegar húsnæði, bíl og sér um margt annað sem tengist þessu daglega lífi. Ég borga símareikninginn og að sjálfsögðu fæ ég laun fyrir að spila. Launin eru góð og ég er ánægð með samninginn sem ég gerði. Það væri gaman að geta komist að hjá sterkara liði í framtíðinni, kannski verður þetta HM til þess að opna einhverja glugga," segir Karen. Karen hefur sýnt stáltaugar í vítaköstunum á heimsmeistaramótinu og hún skoraði alls 9 mörk gegn Þjóðverjum – og þar af fjögur á lokamínútum leiksins. Karen er ekki hávaxnasti leikmaðurinn í íslenska liðinu en það má ekki líta af henni í vörninni þá er hún búin að skjóta eða brjótast í gegn. Karen viðurkennir að hún hafi hugsað of mikið í Þjóðverjaleiknum þegar hún tók vítaköstin. „Ég virðist kannski vera mjög róleg en ég hugsa um allt of mikið. Þegar ég tók víti í stöðunni 21-20 þá fór ég að hugsa um hvað myndi gerast ef ég klúðraði og þær kæmust í sókn og jöfnuðu. Ég fer yfir stöðuna þegar ég tek víti og liðsfélagarnir hafa gert grín að þessu hjá mér. Ég er í alvöru að hugsa um að ég megi ekki klúðra og það tókst sem betur fer. Ég er ekkert að fara taka eitthvað „Ólaf Stefáns" víti í svona móti eða bara í leik. Ég er ekki með taugar í það ennþá," segir Karen og rifjar upp eftirminnileg vítaköst Ólafs Stefánssonar fyrirliða íslenska karlalandsliðsins. Ágúst Jóhannsson þjálfari kvennalandsliðsins fær mikið hrós hjá Karen. „Gústi hefur lyft okkur á hærra plan og þetta er ótrúlega skemmtilegt. Hann tók okkur á fund strax eftir stórtapið gegn Noregi, og sagði í raun allt rétt. Við vorum þvílíkt tilbúnar í leikinn gegn Þýskalandi. Gústi og aðstoðarmenn hans eiga stóran hlut í því að liðið er í framför," sagði Karen Knútsdóttir.
Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Sjá meira