Handbolti

Stelpurnar okkar gerðu betur en strákarnir - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska kvennalandsliðið vann sjö marka sigur á Kína, 23-16, í lokaleik sínum í riðlakeppninni á HM í handbolta í Brasilíu. Íslenska liðið er komið í sextán liða úrslitin þar sem stelpurnar mæta Heimsmeisturum Rússa á sunnudaginn.

Stelpurnar okkar hafa þar með unnið þrjá af fyrstu fimm leikjum sínum í Heimsmeistarakeppni og gerðu þar með betur en strákarnir okkar. Íslenska karlalandsliðið náði "bara" að vinna 2 af fyrstu 5 leikjum sínum á Heimsmeistaramóti (HM 1958 og HM 1961) og þriðji sigur strákanna á HM kom ekki fyrr en í áttunda leik.

Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Íslands og Kína í Santos í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.





Mynd/Pjetur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×