HM 2011: Rússland, Brasilía og Danmörk taplaus í gegnum riðlakeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2011 13:00 Kristina Bille skorar í leik með danska landsliðinu Nordic Photos / AFP Í gærkvöldi lauk riðlakeppninni á HM í handbolta kvenna í Brasilíu. Heimsmeistarar Rússlands, gestgjafar Brasilíu og Danir eru einu liðin sem fengu fullt hús stiga í riðlakeppninni. Evrópumeistarar Noregs sigruðu A-riðil með átta stigum en Norðmenn töpuðu afar óvænt fyrir Þýskalandi í fyrstu umferð. Þjóðverjar töpuðu hins vegar svo fyrir Svartfjallalandi, Íslandi og Angóla og komust ekki einu sinni áfram í 16-liða úrslitin. Angóla, Svartfjallaland og Ísland fengu öll sex stig en Angóla náði öðru sæti riðilsins með besta markahlutfallinu í innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða. Svartfellingar enduðu í þriðja sæti en stelpurnar okkar máttu sætta sig við fjórða sætið. Munaði þar mestu um í útreikningunum að Ísland tapaði með Angóla með fjögurra marka mun fyrr í þessari viku.B-riðill Rússland og Spánn voru fyrir löngu búin að tryggja sér tvö efstu sætin í B-riðli en Suður-Kórea og Holland mættust í gær í hreinum úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins. Þar hafði Suður-Kórea öruggan sigur, 38-26, og mætir Angóla í 16-liða úrslitunum. Hollendingar mæta hins vegar Norðmönnum. Spánverjar mæta svo Svartfellingum í 16-liða úrsiltunum og Rússland mætir Íslandi, sem kunnugt er.C-riðill Heimamenn hafa verið frábærir í keppninni í Brasilíu til þessa. Þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu alla leiki sína í riðlinum en þeir voru til að mynda með gríðarlega sterku liði Frakka í riðli. Brasilía vann í gær nauman sigur á Túnis, 34-33, en síðarnefnda þjóðin komst ekki áfram í 16-liða úrslitin og keppir því í Forsetabikarnum. Frakkar urðu í öðru sæti með átta stig en Rúmenía og Japan komu næst með fimm. Rúmenar fara áfram á betra markahlutfalli en Japan en liðin skildu jöfn í sínum leik í riðlakeppninni. Japanar hafa komið skemmtilega á óvart í keppninni en liðið var í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla - rétt eins og Ísland.D-riðill Danir unnu alla leiki sína í D-riðli, nú síðast gegn Svíum í spennandi leik í gær, 20-19. Það dugði til að tryggja sér sigur í riðlinum og senda Svíana niður í þriðja sætið. Króatía varð í öðru sæti og Fílabeinsströndin í því fjórða. Síðastnefnda þjóðin mætir því Brasilíu í 16-liða úrslitunum en Króatía mætir Rúmeníu. Danir ættu að eiga greiða leið inn í fjórðungsúrsiltin því liðið mætir Japönum í 16-liða úrslitunum. Ein athyglisverðasta viðureignin í 16-liða úrslitunum verður viðureign Svíþjóðar og Frakklands á mánudaginn kemur.Leikjayfirlit og úrslit á HM í Brasilíu. Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Í gærkvöldi lauk riðlakeppninni á HM í handbolta kvenna í Brasilíu. Heimsmeistarar Rússlands, gestgjafar Brasilíu og Danir eru einu liðin sem fengu fullt hús stiga í riðlakeppninni. Evrópumeistarar Noregs sigruðu A-riðil með átta stigum en Norðmenn töpuðu afar óvænt fyrir Þýskalandi í fyrstu umferð. Þjóðverjar töpuðu hins vegar svo fyrir Svartfjallalandi, Íslandi og Angóla og komust ekki einu sinni áfram í 16-liða úrslitin. Angóla, Svartfjallaland og Ísland fengu öll sex stig en Angóla náði öðru sæti riðilsins með besta markahlutfallinu í innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða. Svartfellingar enduðu í þriðja sæti en stelpurnar okkar máttu sætta sig við fjórða sætið. Munaði þar mestu um í útreikningunum að Ísland tapaði með Angóla með fjögurra marka mun fyrr í þessari viku.B-riðill Rússland og Spánn voru fyrir löngu búin að tryggja sér tvö efstu sætin í B-riðli en Suður-Kórea og Holland mættust í gær í hreinum úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins. Þar hafði Suður-Kórea öruggan sigur, 38-26, og mætir Angóla í 16-liða úrslitunum. Hollendingar mæta hins vegar Norðmönnum. Spánverjar mæta svo Svartfellingum í 16-liða úrsiltunum og Rússland mætir Íslandi, sem kunnugt er.C-riðill Heimamenn hafa verið frábærir í keppninni í Brasilíu til þessa. Þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu alla leiki sína í riðlinum en þeir voru til að mynda með gríðarlega sterku liði Frakka í riðli. Brasilía vann í gær nauman sigur á Túnis, 34-33, en síðarnefnda þjóðin komst ekki áfram í 16-liða úrslitin og keppir því í Forsetabikarnum. Frakkar urðu í öðru sæti með átta stig en Rúmenía og Japan komu næst með fimm. Rúmenar fara áfram á betra markahlutfalli en Japan en liðin skildu jöfn í sínum leik í riðlakeppninni. Japanar hafa komið skemmtilega á óvart í keppninni en liðið var í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla - rétt eins og Ísland.D-riðill Danir unnu alla leiki sína í D-riðli, nú síðast gegn Svíum í spennandi leik í gær, 20-19. Það dugði til að tryggja sér sigur í riðlinum og senda Svíana niður í þriðja sætið. Króatía varð í öðru sæti og Fílabeinsströndin í því fjórða. Síðastnefnda þjóðin mætir því Brasilíu í 16-liða úrslitunum en Króatía mætir Rúmeníu. Danir ættu að eiga greiða leið inn í fjórðungsúrsiltin því liðið mætir Japönum í 16-liða úrslitunum. Ein athyglisverðasta viðureignin í 16-liða úrslitunum verður viðureign Svíþjóðar og Frakklands á mánudaginn kemur.Leikjayfirlit og úrslit á HM í Brasilíu.
Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita