HM 2011: Rússland, Brasilía og Danmörk taplaus í gegnum riðlakeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2011 13:00 Kristina Bille skorar í leik með danska landsliðinu Nordic Photos / AFP Í gærkvöldi lauk riðlakeppninni á HM í handbolta kvenna í Brasilíu. Heimsmeistarar Rússlands, gestgjafar Brasilíu og Danir eru einu liðin sem fengu fullt hús stiga í riðlakeppninni. Evrópumeistarar Noregs sigruðu A-riðil með átta stigum en Norðmenn töpuðu afar óvænt fyrir Þýskalandi í fyrstu umferð. Þjóðverjar töpuðu hins vegar svo fyrir Svartfjallalandi, Íslandi og Angóla og komust ekki einu sinni áfram í 16-liða úrslitin. Angóla, Svartfjallaland og Ísland fengu öll sex stig en Angóla náði öðru sæti riðilsins með besta markahlutfallinu í innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða. Svartfellingar enduðu í þriðja sæti en stelpurnar okkar máttu sætta sig við fjórða sætið. Munaði þar mestu um í útreikningunum að Ísland tapaði með Angóla með fjögurra marka mun fyrr í þessari viku.B-riðill Rússland og Spánn voru fyrir löngu búin að tryggja sér tvö efstu sætin í B-riðli en Suður-Kórea og Holland mættust í gær í hreinum úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins. Þar hafði Suður-Kórea öruggan sigur, 38-26, og mætir Angóla í 16-liða úrslitunum. Hollendingar mæta hins vegar Norðmönnum. Spánverjar mæta svo Svartfellingum í 16-liða úrsiltunum og Rússland mætir Íslandi, sem kunnugt er.C-riðill Heimamenn hafa verið frábærir í keppninni í Brasilíu til þessa. Þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu alla leiki sína í riðlinum en þeir voru til að mynda með gríðarlega sterku liði Frakka í riðli. Brasilía vann í gær nauman sigur á Túnis, 34-33, en síðarnefnda þjóðin komst ekki áfram í 16-liða úrslitin og keppir því í Forsetabikarnum. Frakkar urðu í öðru sæti með átta stig en Rúmenía og Japan komu næst með fimm. Rúmenar fara áfram á betra markahlutfalli en Japan en liðin skildu jöfn í sínum leik í riðlakeppninni. Japanar hafa komið skemmtilega á óvart í keppninni en liðið var í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla - rétt eins og Ísland.D-riðill Danir unnu alla leiki sína í D-riðli, nú síðast gegn Svíum í spennandi leik í gær, 20-19. Það dugði til að tryggja sér sigur í riðlinum og senda Svíana niður í þriðja sætið. Króatía varð í öðru sæti og Fílabeinsströndin í því fjórða. Síðastnefnda þjóðin mætir því Brasilíu í 16-liða úrslitunum en Króatía mætir Rúmeníu. Danir ættu að eiga greiða leið inn í fjórðungsúrsiltin því liðið mætir Japönum í 16-liða úrslitunum. Ein athyglisverðasta viðureignin í 16-liða úrslitunum verður viðureign Svíþjóðar og Frakklands á mánudaginn kemur.Leikjayfirlit og úrslit á HM í Brasilíu. Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Sjá meira
Í gærkvöldi lauk riðlakeppninni á HM í handbolta kvenna í Brasilíu. Heimsmeistarar Rússlands, gestgjafar Brasilíu og Danir eru einu liðin sem fengu fullt hús stiga í riðlakeppninni. Evrópumeistarar Noregs sigruðu A-riðil með átta stigum en Norðmenn töpuðu afar óvænt fyrir Þýskalandi í fyrstu umferð. Þjóðverjar töpuðu hins vegar svo fyrir Svartfjallalandi, Íslandi og Angóla og komust ekki einu sinni áfram í 16-liða úrslitin. Angóla, Svartfjallaland og Ísland fengu öll sex stig en Angóla náði öðru sæti riðilsins með besta markahlutfallinu í innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða. Svartfellingar enduðu í þriðja sæti en stelpurnar okkar máttu sætta sig við fjórða sætið. Munaði þar mestu um í útreikningunum að Ísland tapaði með Angóla með fjögurra marka mun fyrr í þessari viku.B-riðill Rússland og Spánn voru fyrir löngu búin að tryggja sér tvö efstu sætin í B-riðli en Suður-Kórea og Holland mættust í gær í hreinum úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins. Þar hafði Suður-Kórea öruggan sigur, 38-26, og mætir Angóla í 16-liða úrslitunum. Hollendingar mæta hins vegar Norðmönnum. Spánverjar mæta svo Svartfellingum í 16-liða úrsiltunum og Rússland mætir Íslandi, sem kunnugt er.C-riðill Heimamenn hafa verið frábærir í keppninni í Brasilíu til þessa. Þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu alla leiki sína í riðlinum en þeir voru til að mynda með gríðarlega sterku liði Frakka í riðli. Brasilía vann í gær nauman sigur á Túnis, 34-33, en síðarnefnda þjóðin komst ekki áfram í 16-liða úrslitin og keppir því í Forsetabikarnum. Frakkar urðu í öðru sæti með átta stig en Rúmenía og Japan komu næst með fimm. Rúmenar fara áfram á betra markahlutfalli en Japan en liðin skildu jöfn í sínum leik í riðlakeppninni. Japanar hafa komið skemmtilega á óvart í keppninni en liðið var í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla - rétt eins og Ísland.D-riðill Danir unnu alla leiki sína í D-riðli, nú síðast gegn Svíum í spennandi leik í gær, 20-19. Það dugði til að tryggja sér sigur í riðlinum og senda Svíana niður í þriðja sætið. Króatía varð í öðru sæti og Fílabeinsströndin í því fjórða. Síðastnefnda þjóðin mætir því Brasilíu í 16-liða úrslitunum en Króatía mætir Rúmeníu. Danir ættu að eiga greiða leið inn í fjórðungsúrsiltin því liðið mætir Japönum í 16-liða úrslitunum. Ein athyglisverðasta viðureignin í 16-liða úrslitunum verður viðureign Svíþjóðar og Frakklands á mánudaginn kemur.Leikjayfirlit og úrslit á HM í Brasilíu.
Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Sjá meira