HM 2011: Rússland, Brasilía og Danmörk taplaus í gegnum riðlakeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2011 13:00 Kristina Bille skorar í leik með danska landsliðinu Nordic Photos / AFP Í gærkvöldi lauk riðlakeppninni á HM í handbolta kvenna í Brasilíu. Heimsmeistarar Rússlands, gestgjafar Brasilíu og Danir eru einu liðin sem fengu fullt hús stiga í riðlakeppninni. Evrópumeistarar Noregs sigruðu A-riðil með átta stigum en Norðmenn töpuðu afar óvænt fyrir Þýskalandi í fyrstu umferð. Þjóðverjar töpuðu hins vegar svo fyrir Svartfjallalandi, Íslandi og Angóla og komust ekki einu sinni áfram í 16-liða úrslitin. Angóla, Svartfjallaland og Ísland fengu öll sex stig en Angóla náði öðru sæti riðilsins með besta markahlutfallinu í innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða. Svartfellingar enduðu í þriðja sæti en stelpurnar okkar máttu sætta sig við fjórða sætið. Munaði þar mestu um í útreikningunum að Ísland tapaði með Angóla með fjögurra marka mun fyrr í þessari viku.B-riðill Rússland og Spánn voru fyrir löngu búin að tryggja sér tvö efstu sætin í B-riðli en Suður-Kórea og Holland mættust í gær í hreinum úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins. Þar hafði Suður-Kórea öruggan sigur, 38-26, og mætir Angóla í 16-liða úrslitunum. Hollendingar mæta hins vegar Norðmönnum. Spánverjar mæta svo Svartfellingum í 16-liða úrsiltunum og Rússland mætir Íslandi, sem kunnugt er.C-riðill Heimamenn hafa verið frábærir í keppninni í Brasilíu til þessa. Þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu alla leiki sína í riðlinum en þeir voru til að mynda með gríðarlega sterku liði Frakka í riðli. Brasilía vann í gær nauman sigur á Túnis, 34-33, en síðarnefnda þjóðin komst ekki áfram í 16-liða úrslitin og keppir því í Forsetabikarnum. Frakkar urðu í öðru sæti með átta stig en Rúmenía og Japan komu næst með fimm. Rúmenar fara áfram á betra markahlutfalli en Japan en liðin skildu jöfn í sínum leik í riðlakeppninni. Japanar hafa komið skemmtilega á óvart í keppninni en liðið var í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla - rétt eins og Ísland.D-riðill Danir unnu alla leiki sína í D-riðli, nú síðast gegn Svíum í spennandi leik í gær, 20-19. Það dugði til að tryggja sér sigur í riðlinum og senda Svíana niður í þriðja sætið. Króatía varð í öðru sæti og Fílabeinsströndin í því fjórða. Síðastnefnda þjóðin mætir því Brasilíu í 16-liða úrslitunum en Króatía mætir Rúmeníu. Danir ættu að eiga greiða leið inn í fjórðungsúrsiltin því liðið mætir Japönum í 16-liða úrslitunum. Ein athyglisverðasta viðureignin í 16-liða úrslitunum verður viðureign Svíþjóðar og Frakklands á mánudaginn kemur.Leikjayfirlit og úrslit á HM í Brasilíu. Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Í gærkvöldi lauk riðlakeppninni á HM í handbolta kvenna í Brasilíu. Heimsmeistarar Rússlands, gestgjafar Brasilíu og Danir eru einu liðin sem fengu fullt hús stiga í riðlakeppninni. Evrópumeistarar Noregs sigruðu A-riðil með átta stigum en Norðmenn töpuðu afar óvænt fyrir Þýskalandi í fyrstu umferð. Þjóðverjar töpuðu hins vegar svo fyrir Svartfjallalandi, Íslandi og Angóla og komust ekki einu sinni áfram í 16-liða úrslitin. Angóla, Svartfjallaland og Ísland fengu öll sex stig en Angóla náði öðru sæti riðilsins með besta markahlutfallinu í innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða. Svartfellingar enduðu í þriðja sæti en stelpurnar okkar máttu sætta sig við fjórða sætið. Munaði þar mestu um í útreikningunum að Ísland tapaði með Angóla með fjögurra marka mun fyrr í þessari viku.B-riðill Rússland og Spánn voru fyrir löngu búin að tryggja sér tvö efstu sætin í B-riðli en Suður-Kórea og Holland mættust í gær í hreinum úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins. Þar hafði Suður-Kórea öruggan sigur, 38-26, og mætir Angóla í 16-liða úrslitunum. Hollendingar mæta hins vegar Norðmönnum. Spánverjar mæta svo Svartfellingum í 16-liða úrsiltunum og Rússland mætir Íslandi, sem kunnugt er.C-riðill Heimamenn hafa verið frábærir í keppninni í Brasilíu til þessa. Þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu alla leiki sína í riðlinum en þeir voru til að mynda með gríðarlega sterku liði Frakka í riðli. Brasilía vann í gær nauman sigur á Túnis, 34-33, en síðarnefnda þjóðin komst ekki áfram í 16-liða úrslitin og keppir því í Forsetabikarnum. Frakkar urðu í öðru sæti með átta stig en Rúmenía og Japan komu næst með fimm. Rúmenar fara áfram á betra markahlutfalli en Japan en liðin skildu jöfn í sínum leik í riðlakeppninni. Japanar hafa komið skemmtilega á óvart í keppninni en liðið var í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla - rétt eins og Ísland.D-riðill Danir unnu alla leiki sína í D-riðli, nú síðast gegn Svíum í spennandi leik í gær, 20-19. Það dugði til að tryggja sér sigur í riðlinum og senda Svíana niður í þriðja sætið. Króatía varð í öðru sæti og Fílabeinsströndin í því fjórða. Síðastnefnda þjóðin mætir því Brasilíu í 16-liða úrslitunum en Króatía mætir Rúmeníu. Danir ættu að eiga greiða leið inn í fjórðungsúrsiltin því liðið mætir Japönum í 16-liða úrslitunum. Ein athyglisverðasta viðureignin í 16-liða úrslitunum verður viðureign Svíþjóðar og Frakklands á mánudaginn kemur.Leikjayfirlit og úrslit á HM í Brasilíu.
Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn