Handbolti

HM 2011: Svona líta 16-liða úrslitin út

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Íslands fagna í gær.
Leikmenn Íslands fagna í gær. Mynd/Pjetur
Ísland mætir Rússlandi klukkan 16.30 á morgun í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handbolta sem nú fer fram í Brasilíu.

Leikurinn fer fram í Barueri sem er í Sao Paulo-héraði, þar sem keppnin öll fer fram. Barueri er í um 100 km fjarlægð frá Santos.

Ísland endaði í fjórða sæti A-riðils með sex stig en Rússland hafði mikla yfirburði í B-riðli þar sem liðið vann alla sína leiki með þó nokkrum mun.

Rússar eru núverandi heimsmeistarar og ljóst að stelpurnar okkar hefðu líklega ekki getað fengið erfiðari andstæðing í 16-liða úrslitunum.

Hér má sjá leikjayfirlit á HM-síðu Vísis, þar sem hægt er að sjá hvaða lið mætast í 16-liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×