Skortstöður gegn dollaranum slá met 7. mars 2011 13:46 Vogunarsjóðir og gjaldmiðlasalar hafa veðjað metupphæðum á að dollarinn muni veikjast á næstunni. Skortstöður gegn dollaranum á markaðinum í Chicago námu 39 milljörðum dollara í upphafi mánaðarins en fyrra met var sett árið 2007 þegar þessar stöður námu 36 milljörðum dollara. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að skortstöður gegn dollaranum hafi aukist um 11,5 milljarða dollara í síðustu viku febrúarmánaðar. Skortstöðusamningum á Chicago Mercantile Exchange (CME) markaðinum fjölgaði úr á þessu tíma úr rúmlega 200.000 og í rúmlega 281.000 samninga. CME þykir endurspegla vel hvað vogunarsjóðir og spákaupmenn eru að hugsa og gera á hverjum tíma. Helstu ástæður þess að spákaupmenn veðja nú gegn dollaranum er ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins, að Bandaríkjastjórn hvorki gengur né rekur að ná tökum á fjárlagahalla landsins og hækkandi olíuverð. Þá telja margir að dollarinn sé ekki lengur sú örugga höfn sem hann var hér áður fyrr þegar eitthvað bjátaði á í efnahagsmálum heimsins. Á móti þessu hafa spákaupmenn aukið verulega langtímastöður sínar í evrunni. Þeir reikna með að evran muni styrkjast á næstunni og horfa þar til þess að allar líkur séu á að stýrivextir á evrusvæðinu verði hækkaðir bráðlega. Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vogunarsjóðir og gjaldmiðlasalar hafa veðjað metupphæðum á að dollarinn muni veikjast á næstunni. Skortstöður gegn dollaranum á markaðinum í Chicago námu 39 milljörðum dollara í upphafi mánaðarins en fyrra met var sett árið 2007 þegar þessar stöður námu 36 milljörðum dollara. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að skortstöður gegn dollaranum hafi aukist um 11,5 milljarða dollara í síðustu viku febrúarmánaðar. Skortstöðusamningum á Chicago Mercantile Exchange (CME) markaðinum fjölgaði úr á þessu tíma úr rúmlega 200.000 og í rúmlega 281.000 samninga. CME þykir endurspegla vel hvað vogunarsjóðir og spákaupmenn eru að hugsa og gera á hverjum tíma. Helstu ástæður þess að spákaupmenn veðja nú gegn dollaranum er ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins, að Bandaríkjastjórn hvorki gengur né rekur að ná tökum á fjárlagahalla landsins og hækkandi olíuverð. Þá telja margir að dollarinn sé ekki lengur sú örugga höfn sem hann var hér áður fyrr þegar eitthvað bjátaði á í efnahagsmálum heimsins. Á móti þessu hafa spákaupmenn aukið verulega langtímastöður sínar í evrunni. Þeir reikna með að evran muni styrkjast á næstunni og horfa þar til þess að allar líkur séu á að stýrivextir á evrusvæðinu verði hækkaðir bráðlega.
Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent