Umfjöllun: Stjarnan tók Snæfell í kennslustund Stefán Árni Pálsson í Ásgarði skrifar 4. mars 2011 21:36 Ryan Amaroso og Renato Lindmets í baráttunni í kvöld. Mynd/Valli Stjarnan vann frábæran sigur gegn Snæfell, 94-80, í Iceland-Exrpess deild karla í kvöld en leikurinn var hluti af 20.umferð Iceland-Express deild karla. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leikinn og því var sigurinn aldrei í hættu. Justin Shouse og Renato Lindmets voru frábærir fyrir Stjörnuna. Gestirnir frá Stykkishólmi eru í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn og þurftu svo sannarlega á sigri að halda í Ásgarðinum í kvöld. Stjarnan var fyrir leikinn í 5. sæti Iceland-Express deild karla en það má lítið út af bregða svo þeir falli ekki neðar í deildinni, því var mikið undir hjá báðum liðum. Heimamenn hófu leikinn mikið mun betur og komust fljótlega í 14-4. Justin Shouse, fyrrum leikmaður Snæfells, var að gera gestunum lífið leitt og stjórnaði leik Stjörnunnar eins og herforingi. Stjarnan hélt áfram að spila sinn leik og voru ávallt skrefinu á undan í fyrsta leikhlutanum. Snæfellingar voru ískaldir og hittu skelfilega í byrjun. Staðan var 21-9 fyrir heimamenn eftir fyrsta fjórðunginn. Snæfell byrjaði annan leikhluta af miklum krafti og virtust vera búnir að finna taktinn. Fljótlega var munurinn aðeins komin niður í sex stig í stöðunni 26-20. Þá gáfu heimamenn aftur í og byrjuðu að spila boltanum virkilega vel á milli sín. Renato Lindmets, leikmaður Stjörnunnar, var að leika virkilega vel og gestirnir réðu ekkert við hann undir körfunni. Staðan var 46-36 í hálfleik og heimamenn ívið líklegri. Stjarnan hélt áfram sínu striki í þriðja leikhlutanum og gjörsamlega keyrðu yfir Snæfellinga. Justin Shouse og Renato Lindmets héldu áfram að leika frábærlega gestunum til mikillar mæðu. Munurinn var mestur 21 stig á liðinum þegar staðan var 70-49 og allt stefndi í öruggan sigur heimamanna fyrir loka leikhlutann. Í byrjun fjórða leikhlutans skiptu Snæfellingar í maður á mann vörn og pressuðu gríðarlega mikið á heimamenn. Sean Burton, leikmaður Snæfellinga, setti niður tvo þrista í röð og munurinn var allt í einu orðin 13 stig. Þá eins svo oft áður í leiknum setti heimamenn í fimmta gírinn og kláruðu leikinn með stæl. Snæfellingar eyddu miklum krafti í að mótmæla dómurum leiksins og það var greinilegt að það hafði áhrifa á leikmenn liðsins. Sigur heimamanna var aldrei í hættu og sennilega einn besti leikur Stjörnumanna í vetur. Leiknum leik með 14 stiga sigri heimamanna, 94-80. Justin Shouse átti frábæran leik fyrir Stjörnuna líkt og Renato Lindmets, en Sean Burton var í raun eini leikmaður Snæfells sem var með lífsmarki. Það verður fróðlegt að fylgjast með Stjörnunni það sem eftir er af tímabilinu en þeir eru til alls líklegir ef liðið spilar eins og í kvöld.Stjarnan-Snæfell 94-80 (21-9. 25-27, 24-17, 24-27)Stjarnan: Renato Lindmets 29/10 fráköst, Justin Shouse 23/4 fráköst/13 stoðsendingar, Guðjón Lárusson 11/5 fráköst, Fannar Freyr Helgason 9/6 fráköst, Marvin Valdimarsson 8/7 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 6, Jovan Zdravevski 5/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3.Snæfell: Sean Burton 20/14 stoðsendingar, Ryan Amaroso 17/10 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 12/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Emil Þór Jóhannsson 7, Zeljko Bojovic 6, Atli Rafn Hreinsson 4, Sveinn Arnar Davíðsson 4, Egill Egilsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira
Stjarnan vann frábæran sigur gegn Snæfell, 94-80, í Iceland-Exrpess deild karla í kvöld en leikurinn var hluti af 20.umferð Iceland-Express deild karla. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leikinn og því var sigurinn aldrei í hættu. Justin Shouse og Renato Lindmets voru frábærir fyrir Stjörnuna. Gestirnir frá Stykkishólmi eru í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn og þurftu svo sannarlega á sigri að halda í Ásgarðinum í kvöld. Stjarnan var fyrir leikinn í 5. sæti Iceland-Express deild karla en það má lítið út af bregða svo þeir falli ekki neðar í deildinni, því var mikið undir hjá báðum liðum. Heimamenn hófu leikinn mikið mun betur og komust fljótlega í 14-4. Justin Shouse, fyrrum leikmaður Snæfells, var að gera gestunum lífið leitt og stjórnaði leik Stjörnunnar eins og herforingi. Stjarnan hélt áfram að spila sinn leik og voru ávallt skrefinu á undan í fyrsta leikhlutanum. Snæfellingar voru ískaldir og hittu skelfilega í byrjun. Staðan var 21-9 fyrir heimamenn eftir fyrsta fjórðunginn. Snæfell byrjaði annan leikhluta af miklum krafti og virtust vera búnir að finna taktinn. Fljótlega var munurinn aðeins komin niður í sex stig í stöðunni 26-20. Þá gáfu heimamenn aftur í og byrjuðu að spila boltanum virkilega vel á milli sín. Renato Lindmets, leikmaður Stjörnunnar, var að leika virkilega vel og gestirnir réðu ekkert við hann undir körfunni. Staðan var 46-36 í hálfleik og heimamenn ívið líklegri. Stjarnan hélt áfram sínu striki í þriðja leikhlutanum og gjörsamlega keyrðu yfir Snæfellinga. Justin Shouse og Renato Lindmets héldu áfram að leika frábærlega gestunum til mikillar mæðu. Munurinn var mestur 21 stig á liðinum þegar staðan var 70-49 og allt stefndi í öruggan sigur heimamanna fyrir loka leikhlutann. Í byrjun fjórða leikhlutans skiptu Snæfellingar í maður á mann vörn og pressuðu gríðarlega mikið á heimamenn. Sean Burton, leikmaður Snæfellinga, setti niður tvo þrista í röð og munurinn var allt í einu orðin 13 stig. Þá eins svo oft áður í leiknum setti heimamenn í fimmta gírinn og kláruðu leikinn með stæl. Snæfellingar eyddu miklum krafti í að mótmæla dómurum leiksins og það var greinilegt að það hafði áhrifa á leikmenn liðsins. Sigur heimamanna var aldrei í hættu og sennilega einn besti leikur Stjörnumanna í vetur. Leiknum leik með 14 stiga sigri heimamanna, 94-80. Justin Shouse átti frábæran leik fyrir Stjörnuna líkt og Renato Lindmets, en Sean Burton var í raun eini leikmaður Snæfells sem var með lífsmarki. Það verður fróðlegt að fylgjast með Stjörnunni það sem eftir er af tímabilinu en þeir eru til alls líklegir ef liðið spilar eins og í kvöld.Stjarnan-Snæfell 94-80 (21-9. 25-27, 24-17, 24-27)Stjarnan: Renato Lindmets 29/10 fráköst, Justin Shouse 23/4 fráköst/13 stoðsendingar, Guðjón Lárusson 11/5 fráköst, Fannar Freyr Helgason 9/6 fráköst, Marvin Valdimarsson 8/7 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 6, Jovan Zdravevski 5/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3.Snæfell: Sean Burton 20/14 stoðsendingar, Ryan Amaroso 17/10 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 12/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Emil Þór Jóhannsson 7, Zeljko Bojovic 6, Atli Rafn Hreinsson 4, Sveinn Arnar Davíðsson 4, Egill Egilsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira