Tveir bankar líklegir til að bítast um Byr Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 19. janúar 2011 08:00 Ekki er ósennilegt að bæði Íslandsbanki og Landsbankinn beri víurnar í Byr á næstu vikum. Fréttablaðið/pjetur Ekki er útilokað að Íslandsbanki og Landsbankinn (NBI) banki á dyr kröfuhafa Byrs í næsta mánuði og bjóði upp á samrunaviðræður hvor í sínu lagi. Það gæti gerst sama dag og fjárhagslegri endurskipulagningu bankans lýkur eftir tvær til fjórar vikur. Fjármálaeftirlitið, FME, greip inn í reksturs Byr seint í apríl í fyrra, skipaði yfir hann slitastjórn, skipti bankanum í tvennt og lagði ríkið nýjum banka til níu hundruð milljóna króna eiginfjárframlag auk fimm milljarða króna víkjandi láns í formi lánalínu. Úr rústum sparisjóðsins reis viðskiptabankinn Byr sem ótengdur er sparisjóðanetinu. Kröfuhafar Byrs samþykktu í fyrrahaust að taka yfir 94,8 prósenta hlut í Byr á móti ríkinu. Sami háttur er hafður á eignarhaldinu og í gömlu viðskiptabönkunum; kröfuhafar stofna eignarhaldsfélag sem fer formlega með hlut þeirra í bankanum. Stjórn Glitnis óskaði eftir samrunaviðræðum í september 2008, sama dag og hlutafjárvæðing sparisjóðsins lá fyrir. Ekkert varð úr viðræðum þar sem FME greip í taumana og tók Glitni yfir nokkrum dögum síðar. Áhugi á samruna mun enn vera fyrir hendi innan Íslandsbanka og hafa stefnumótunarfundir verið haldnir þar sem teiknað er upp hvað taki við eftir yfirtökuna. Sambærilegt skipurit mun vera á borðum innan Landsbankans. Bankarnir hafa báðir lýst yfir áhuga á samruna við Byr. Með því móti geta þeir haldið áfram nauðsynlegri hagræðingu í rekstri, sameinað útibú og bakvinnslur. Við þetta mun fjármálakerfið, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sagt enn of stórt, vera skorið niður. „Við höfum lýst opinberlega yfir áhuga á Byr og finnst að ríkið sem stærsti eigandi á fjármálamarkaði eigi að ganga undir það góða fordæmi að menn telji bankakerfið of stórt og leiti leiða til að sameina Landsbankann og Byr," segir Kristján en tekur fyrir að vinna í þá átt sé langt komin innan Landsbankans. „Við teljum að þetta geti skapað Landsbankanum tækifæri til hagræðingar, svo sem í útibúaneti og bakvinnslu. En við höfum ekki lagt fram nein tilboð," segir hann og vísar til þess að Steinþór Pálsson sagði í samtali við Viðskiptablaðið í fyrrahaust að góð tækifæri væru til hagræðingar. Þá voru báðir bankar að mestu í eigu ríkisins. Kröfuhafar Byrs eru í dag hins vegar nokkurn veginn þeir sömu og eiga 95 prósenta hlut í Íslandsbanka og gæti því meiri samlegðaráhrifa gætt þar. Íslandsbanki vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nemendur búa sig undir vinnumarkaðinn á stafrænum Atvinnudögum HÍ Atvinnulíf Kjúklingur Panang – nýjung frá 1944 Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Neytendur Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Ekki er útilokað að Íslandsbanki og Landsbankinn (NBI) banki á dyr kröfuhafa Byrs í næsta mánuði og bjóði upp á samrunaviðræður hvor í sínu lagi. Það gæti gerst sama dag og fjárhagslegri endurskipulagningu bankans lýkur eftir tvær til fjórar vikur. Fjármálaeftirlitið, FME, greip inn í reksturs Byr seint í apríl í fyrra, skipaði yfir hann slitastjórn, skipti bankanum í tvennt og lagði ríkið nýjum banka til níu hundruð milljóna króna eiginfjárframlag auk fimm milljarða króna víkjandi láns í formi lánalínu. Úr rústum sparisjóðsins reis viðskiptabankinn Byr sem ótengdur er sparisjóðanetinu. Kröfuhafar Byrs samþykktu í fyrrahaust að taka yfir 94,8 prósenta hlut í Byr á móti ríkinu. Sami háttur er hafður á eignarhaldinu og í gömlu viðskiptabönkunum; kröfuhafar stofna eignarhaldsfélag sem fer formlega með hlut þeirra í bankanum. Stjórn Glitnis óskaði eftir samrunaviðræðum í september 2008, sama dag og hlutafjárvæðing sparisjóðsins lá fyrir. Ekkert varð úr viðræðum þar sem FME greip í taumana og tók Glitni yfir nokkrum dögum síðar. Áhugi á samruna mun enn vera fyrir hendi innan Íslandsbanka og hafa stefnumótunarfundir verið haldnir þar sem teiknað er upp hvað taki við eftir yfirtökuna. Sambærilegt skipurit mun vera á borðum innan Landsbankans. Bankarnir hafa báðir lýst yfir áhuga á samruna við Byr. Með því móti geta þeir haldið áfram nauðsynlegri hagræðingu í rekstri, sameinað útibú og bakvinnslur. Við þetta mun fjármálakerfið, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sagt enn of stórt, vera skorið niður. „Við höfum lýst opinberlega yfir áhuga á Byr og finnst að ríkið sem stærsti eigandi á fjármálamarkaði eigi að ganga undir það góða fordæmi að menn telji bankakerfið of stórt og leiti leiða til að sameina Landsbankann og Byr," segir Kristján en tekur fyrir að vinna í þá átt sé langt komin innan Landsbankans. „Við teljum að þetta geti skapað Landsbankanum tækifæri til hagræðingar, svo sem í útibúaneti og bakvinnslu. En við höfum ekki lagt fram nein tilboð," segir hann og vísar til þess að Steinþór Pálsson sagði í samtali við Viðskiptablaðið í fyrrahaust að góð tækifæri væru til hagræðingar. Þá voru báðir bankar að mestu í eigu ríkisins. Kröfuhafar Byrs eru í dag hins vegar nokkurn veginn þeir sömu og eiga 95 prósenta hlut í Íslandsbanka og gæti því meiri samlegðaráhrifa gætt þar. Íslandsbanki vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nemendur búa sig undir vinnumarkaðinn á stafrænum Atvinnudögum HÍ Atvinnulíf Kjúklingur Panang – nýjung frá 1944 Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Neytendur Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur