Handbolti

Úrslit dagsins á HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Karabatic og félagar eru í góðum málum á HM.
Karabatic og félagar eru í góðum málum á HM. Nordic Photos / AFP
Sex leikir fóru fram á HM í handbolta í dag en leikið var í A-riðli og C-riðli. Vísir fylgdist vel með gangi mála.

Í A-riðli unnu Frakkar öruggan sigur á Þjóðverjum í stórleik dagsins. Spánverjar unnu einnig þægilegan sigur á Egyptum.

Bæði þessi lið eru með fullt hús stiga og mætast í lokaumferðinni á morgun.

Þýskaland hefur helst ekki efni á að tapa fyrir Túnis á morgun en á ekki lengur möguleika á að taka með sér stig í milliriðlakeppnina.

Í C-riðli skildu lið Serbíu og Króatíu jöfn í hörkuviðureign. Það var eini spennandi leikur dagsins í riðlinum.

Danir eru með fullt hús stiga í riðlinum en eiga erfiðan leik gegn Króötum í lokaumferðinni á morgun.



A-riðill:



Barein - Túnis 21-28

Þýskaland - Frakkland 23-30 (lýst beint á Boltavaktinni)

Spánn - Egyptaland 31-18 (lýst beint á Boltavaktinni)

C-riðill:

Serbía - Króatía 24-24

Danmörk - Alsír 26-19

Ástralía - Rúmenía 14-29

Úrslit, staða og næstu leikir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×