Viðskipti innlent

Veltan svipuð og árið 2008

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um 6.600 kaupsamningum var þinglýst í ár á landinu öllu og námu heildarviðskipti með fasteignir rúmlega 170 milljörðum króna. Meðalupphæð á hvern samning var um 26 milljónir króna. Til samanburðar má sjá að í fyrra var veltan tæplega 119 milljarðar, kaupsamningar rúmlega 4.700 og meðalupphæð hvers samnings um 25,2 milljónir króna. Heildarvelta fasteignaviðskipta hefur því aukist um tæplega 45% frá því í fyrra og kaupsamningum fjölgað um rúmlega 40%. Velta í ár er á landsvísu svipuð og árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×