Handbolti

Howard fékk leyfi til að ræða við þrjú lið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Óvíst er hvort að NBA-leikmaðurinn Dwight Howard spili áfram með Orlando Magic á komandi leiktíð. Félagið hefur nú gefið umboðsmanni hans leyfi til að ræða við þrjú lið.

Liðin þrjú eru New Jersey, Dallas og LA Lakers en hann var sterklega orðaður við fyrstnefnda liðið í bandarískum fjölmiðlum í gær. Howard neitaði hins vegar því að hafa hitt Mikhail Prokhorov, eiganda New Jersey Nets.

Howard getur losnað undan samningi sínum við Orlando næsta sumar og því er allt eins líklegt að félagið vilji losa hann nú og fá aðra leikmenn í staðinn.

Glen Davis er kominn til Orlando til Boston og er byrjaður að æfa með liðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×