Viðskipti innlent

Landsbankinn blekkti FME

Stjórnendur Landsbankans gáfu Fjármálaeftirlitinu í að minnsta kosti tvígang rangar upplýsingar um eign bankans í eigin bréfum. Þetta kom fram í úttekt Kastljóss í kvöld á hruni bankanna. Þar kom fram að Landsbankinn keypti eigin bréf fyrir tugi milljarða síðustu mánuðina fyrir fall hans.

Grunur leikur á markaðsmisnotkun hjá Landsbankanum. Þau eiga að hafa verið með svipuðu sniði og hjá Kaupþingi sem fjallað var um í Kastljósi í gær.

Í kæru Fjármálaeftirlitsins til sérstaks saksóknara kemur fram að svið innan Landsbankans, sem kallast "eigin viðskipti", hafi keypt bréf í bankanum fyrir um 60 milljarða króna síðustu ellefu mánuðina fyrir fall hans. Gengistap vegna þessara kaupa var tæpir sjö milljarðar auk tapaðra útlána til hlutabréfakaupa í bankanum sjálfum, sem hleypur á milljörðum.

Hægt er að horfa á innslag Kastljóss hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×