Allt að 30 félög vilja á markað Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. desember 2011 15:00 Páll Harðarson er forstjóri Kauphallarinnar. Allt að þrjátíu félög íhuga skráningu í Kauphöllina á næstu tveimur til þremur árum. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segist ekki eiga von á því að öll félögin muni skila sér á endanum en þetta sýni að áhuginn fyrir skráningu sé mikill. Það ríkir mikil eftirvænting fyrir morgundeginum en þá verða Hagar, sem reka meðal annars Bónus og Hagkaup, skráð í Kauphöllina. Það er fyrsta skráningin í rösklega þrjú ár. „Það hefur sýnt sig og maður hefur fundið að það er mikill áhugi hjá fjárfestum að koma inn á markaðinn," segir Páll. Hann bætir því við að útboð með hlutabréf í Högum á dögunum hafi sennilegast orðið til þess að ýta undir þennan áhuga, enda hafi eftirspurn eftir bréfum í Högum verið áttföld á við framboðið. Páll bendir á fréttir þess efnis að Horn, dótturfélag Landsbankans, sé í skráningarferli. Hið sama eigi við um Eimskip og fasteignafélögin Reginn og Reiti. Þá hafi Skýrr líka lýst yfir áhuga á skráningu og fjölmörg önnur félög sem hafi haft samband við Kauphöllina vegna þessa en ekki tilkynnt það opinberlega. „Þannig að ég held að það verði afgerandi hreyfing á næsta ári og svona frameftir árinu 2013," segir Páll. Aðspurður segist Páll telja að lagaumhverfið sé nógu þroskað til að traust geti ríkt í garð hlutabréfamarkaðarins. „Ég met það þannig að því sé ekki áfátt," segir Páll. Að mestu sé um að ræða samevrópskt lagaumhverfi en einnig hafi verið gerðar lagabreytingar þar sem svigrúm hafi verið til. Meðal annars til að auka við minnihlutavernd. Þá sé núna hægt að fara í hópmálsókn. Sem fyrr segir ríkir eftirvænting í Kauphöllinni fyrir væntanlegum skráningum fyrirtækja og segir Páll að þetta sé bæði jákvætt fyrir markaðinn og Ísland í heild. „Ég held að þetta sé jákvætt fyrir Ísland út á við. Miðað við efnahagsástandið úti og óróann sem er þar og hefur áhrif á markaði, þá er þetta svona traustsyfirlýsing og til merkis um það að hlutirnir séu að hreyfast í rétta átt hjá okkur," segir Páll. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Allt að þrjátíu félög íhuga skráningu í Kauphöllina á næstu tveimur til þremur árum. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segist ekki eiga von á því að öll félögin muni skila sér á endanum en þetta sýni að áhuginn fyrir skráningu sé mikill. Það ríkir mikil eftirvænting fyrir morgundeginum en þá verða Hagar, sem reka meðal annars Bónus og Hagkaup, skráð í Kauphöllina. Það er fyrsta skráningin í rösklega þrjú ár. „Það hefur sýnt sig og maður hefur fundið að það er mikill áhugi hjá fjárfestum að koma inn á markaðinn," segir Páll. Hann bætir því við að útboð með hlutabréf í Högum á dögunum hafi sennilegast orðið til þess að ýta undir þennan áhuga, enda hafi eftirspurn eftir bréfum í Högum verið áttföld á við framboðið. Páll bendir á fréttir þess efnis að Horn, dótturfélag Landsbankans, sé í skráningarferli. Hið sama eigi við um Eimskip og fasteignafélögin Reginn og Reiti. Þá hafi Skýrr líka lýst yfir áhuga á skráningu og fjölmörg önnur félög sem hafi haft samband við Kauphöllina vegna þessa en ekki tilkynnt það opinberlega. „Þannig að ég held að það verði afgerandi hreyfing á næsta ári og svona frameftir árinu 2013," segir Páll. Aðspurður segist Páll telja að lagaumhverfið sé nógu þroskað til að traust geti ríkt í garð hlutabréfamarkaðarins. „Ég met það þannig að því sé ekki áfátt," segir Páll. Að mestu sé um að ræða samevrópskt lagaumhverfi en einnig hafi verið gerðar lagabreytingar þar sem svigrúm hafi verið til. Meðal annars til að auka við minnihlutavernd. Þá sé núna hægt að fara í hópmálsókn. Sem fyrr segir ríkir eftirvænting í Kauphöllinni fyrir væntanlegum skráningum fyrirtækja og segir Páll að þetta sé bæði jákvætt fyrir markaðinn og Ísland í heild. „Ég held að þetta sé jákvætt fyrir Ísland út á við. Miðað við efnahagsástandið úti og óróann sem er þar og hefur áhrif á markaði, þá er þetta svona traustsyfirlýsing og til merkis um það að hlutirnir séu að hreyfast í rétta átt hjá okkur," segir Páll.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira