Viðskipti innlent

Ísland hagnast verulega á aðild Rússa að WTO

Frá ráðherrafundinum þegar aðild Rússlands var samþykkt.
Frá ráðherrafundinum þegar aðild Rússlands var samþykkt.
Aðild Rússlands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni sem samþykkt var í gær mun að öllum líkindum hafa afar góð áhrif á viðskiptaskilyrði Íslendinga og Rússa, en heildarútflutningur til landsins nam um 11,6 milljörðum króna á síðasta ári.

Helstu útflutningsvörurnar eru makríll, karfi og síld, en hvað makrílinn varðar er Rússland mikilvægasti markaður Íslendinga. Tollar á afurðum þessara fisktegunda koma til með að lækka úr tíu prósentum og niður í þrjú til sex prósent.

Þá selja Íslendingar Rússum einnig út lyf, rafeindavogir og vélar til matvælaframleiðslu svo fátt eitt sé nefnt, en tollur á ýmsum iðnaðarvörum kemur til með að lækka um allt að þrettán og hálft prósentustig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×