Viðskipti innlent

Staða þjóðarbúsins neikvæð um 833 milljarða

Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð námu eignir þjóðarbúsins á þriðja ársfjórðungi ársins 2.529 milljörðum kr. og skuldir 3.361 milljarði kr. Var hrein staða þjóðarbúsins því neikvæð um 833 milljarða kr. eða sem nemur rúmum helmingi af landsframleiðslunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum.  Þar segir að viðskiptajöfnuður á ársfjórðungnum var hagstæður um 11,7 milljarða kr. en á sama tímabili í fyrra var hann neikvæður um 32,1 milljarð króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×