Viðskipti innlent

Afkoma Strætó jákvæð um 219 milljónir

Afkoma Strætó bs. á fyrstu níu mánuðum þessa árs var jákvæð um tæpar 219 milljónir króna.

Í tilkynningu segir að þetta sé nokkuð umfram áætlanir, en gert var ráð fyrir afkoman yrði jákvæð um 96 milljónir króna á tímabilinu. Meginskýringin á betri afkomu Strætó bs. á fyrstu níu mánuðum þessa árs, miðað við áætlanir, er um 63 milljóna króna meiri tekjur af fargjaldasölu en ráð var fyrir gert. Þær auknu tekjur skýrast af mikilli farþegafjölgun á árinu.

Fram kemur í fjárhagsáætlun Strætó bs. fyrir árið 2012 að ákveðið hefur verið að styrkja og auka við þjónustuna á næsta ári og verður varið til þess a.m.k. 155 milljónum króna. Eru þeir fjármunir til viðbótar þeirri styrkingu sem þegar hefur verið ráðist í en frekari efling  þjónustunnar kemur til framkvæmda á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×