HM 2011: Gaupi og Geir fóru yfir það hvernig stelpurnar fóru að þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2011 07:30 Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann í gær sögulegan sigur á sterku liði Svartfellinga á HM kvenna í handbolta sem fer fram í Brasilíu. Þetta var fyrsti leikur íslensk kvennaliðs í heimsmeistarakeppni og það er óhætt að segja 22-21 sigur stelpnanna okkar í gær hafi fyllt íslensku þjóðina af stolti. Geir Sveinsson og Guðjón Guðmundsson fóru yfir það í þætti Þorsteins J. Vilhjálmssonar eftir leikinn í gær hvernig íslensku stelpurnar fóru að því að koma öllum að óvörum og vinna þennan frábæra sigur. „Stelpurnar voru að spila á móti einu besta landsliði heims og móti einu besta félagsliði heims því þær eru allar að spila með Buducnost í Svartfjallalandi. Leikur íslenska liðsins var stórkostlegur," sagði Guðjón Guðmundsson og bætti við: „Hrafnhildur Skúladóttir var frábær í leiknum og Karen Knútsdóttir dró vagninn í seinni hálfleik. Svo átti markvörðurinn Guðný Jenný afbragðsgóðan leik," sagði Guðjón. „Þetta var ekki eitthvað sem við áttum von á. Við töluðum um að möguleikarnir væru 30-70 eða 20-80 en stelpurnar einfaldlega snýttu okkur," sagði Guðjón. Geir Sveinsson fór yfir lykilpunktana sem þeir lögðu upp fyrir leikinn að yrðu að ganga upp. „Það var vörn og vörnin var frábær og markvarslan sömuleiðis. Við töluðum um að það yrði gríðarlega mikilvægt að stjórna tempóinu í leiknum og við náðum að gera það meira eða minna allan leikinn. Við fengum mjög lítið af hraðaupphlaupsmörkum á okkur þannig að tæknifeilarnir voru tiltölulega fáir," sagði Geir. „Mér fannst alveg aðdáunarvert að horfa á þær og sjá hvað hungrið var mikið og sjálfstraustið var mikið. Það skein úr hverju einasta andliti að þær ætluðu að njóta þess að vera þarna og þær uppskáru í takt við það," sagði Geir. Það má sjá samantekt þeirra Gaupa og Geirs með því að smella hér fyrir ofan. Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann í gær sögulegan sigur á sterku liði Svartfellinga á HM kvenna í handbolta sem fer fram í Brasilíu. Þetta var fyrsti leikur íslensk kvennaliðs í heimsmeistarakeppni og það er óhætt að segja 22-21 sigur stelpnanna okkar í gær hafi fyllt íslensku þjóðina af stolti. Geir Sveinsson og Guðjón Guðmundsson fóru yfir það í þætti Þorsteins J. Vilhjálmssonar eftir leikinn í gær hvernig íslensku stelpurnar fóru að því að koma öllum að óvörum og vinna þennan frábæra sigur. „Stelpurnar voru að spila á móti einu besta landsliði heims og móti einu besta félagsliði heims því þær eru allar að spila með Buducnost í Svartfjallalandi. Leikur íslenska liðsins var stórkostlegur," sagði Guðjón Guðmundsson og bætti við: „Hrafnhildur Skúladóttir var frábær í leiknum og Karen Knútsdóttir dró vagninn í seinni hálfleik. Svo átti markvörðurinn Guðný Jenný afbragðsgóðan leik," sagði Guðjón. „Þetta var ekki eitthvað sem við áttum von á. Við töluðum um að möguleikarnir væru 30-70 eða 20-80 en stelpurnar einfaldlega snýttu okkur," sagði Guðjón. Geir Sveinsson fór yfir lykilpunktana sem þeir lögðu upp fyrir leikinn að yrðu að ganga upp. „Það var vörn og vörnin var frábær og markvarslan sömuleiðis. Við töluðum um að það yrði gríðarlega mikilvægt að stjórna tempóinu í leiknum og við náðum að gera það meira eða minna allan leikinn. Við fengum mjög lítið af hraðaupphlaupsmörkum á okkur þannig að tæknifeilarnir voru tiltölulega fáir," sagði Geir. „Mér fannst alveg aðdáunarvert að horfa á þær og sjá hvað hungrið var mikið og sjálfstraustið var mikið. Það skein úr hverju einasta andliti að þær ætluðu að njóta þess að vera þarna og þær uppskáru í takt við það," sagði Geir. Það má sjá samantekt þeirra Gaupa og Geirs með því að smella hér fyrir ofan.
Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Sjá meira