Bjóða miða á starfsmannakjörum - 5000 krónur báðar leiðir auk skatta 4. desember 2011 16:30 Iceland Express hefur ákveðið að bjóða 4.576 flugmiða á svokölluðum starfsmannakjörum til almennings. Miðarnir fara í sölu á hádegi á morgun en um er að ræða ferðir nú í desember. Í tilkynningu frá félaginu segir að með tilkomu nýrra Airbus A320 flugvéla hafi sætaframboð félagsins aukist miðað við fyrri flugflota um tæplega fimm þúsund sæti í desembermánuði. „Á sama tíma og skipt er um flugvélar er fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins að ljúka og stendur það nú vel til að mæta vaxandi samkeppni í farþegaflugi til og frá landinu. Þá hefur ný yfirstjórn félagsins stokkað upp í rekstri þess og áætlunum," segir ennfremur. „Af þessu tilefni býður Iceland Express viðskiptavinum sínum og öðrum landsmönnum að kaupa 4.576 flugmiða, eða sem nemur aukasætum vegna stærri flugvéla í öllum ferðum félagsins í desember, á starfsmannakjörum. Aðeins eru þá greiddar 2.475 krónur hvora leið fyrir flugfarið auk flugvallarskatta. Með þessu vill félagið gefa fólki tækifæri til að kynnast þeim frábæra flugvélakosti sem Iceland Express býr nú yfir. Tilboðið gildir í tólf klukkustundir, frá hádegi mánudaginn 5. desember til miðnættis. Hægt er að nálgast miðana á vefsíðu félagsins eða í nýjum höfuðstöðvum þess í Ármúla 7." Þá segir ennfremur að Airbus flugvélar CSA flugfélagsins séu yngstu farþegaflugvélarnar í áætlunarflugi til og frá Íslandi. „Þær taka 180 farþega en Boeing flugvélarnar sem áður voru mest notaðar í Evrópuflugi félagsins tóku 148 farþega. Þannig hefur sætaframboð aukist í hverri ferð um 32 sæti. Ákveðið hefur verið að bjóða þessi sæti á sömu kjörum og starfsfólki félagsins bjóðast sem svokallaðir frímiðar. Þetta er lægsta fargjald sem almenningi á Íslandi hefur nokkurn tíma boðist og reglan "fyrstur kemur, fyrstur fær" verður höfð að leiðarljósi við sölu sætanna," segir ennfremur. Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Iceland Express hefur ákveðið að bjóða 4.576 flugmiða á svokölluðum starfsmannakjörum til almennings. Miðarnir fara í sölu á hádegi á morgun en um er að ræða ferðir nú í desember. Í tilkynningu frá félaginu segir að með tilkomu nýrra Airbus A320 flugvéla hafi sætaframboð félagsins aukist miðað við fyrri flugflota um tæplega fimm þúsund sæti í desembermánuði. „Á sama tíma og skipt er um flugvélar er fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins að ljúka og stendur það nú vel til að mæta vaxandi samkeppni í farþegaflugi til og frá landinu. Þá hefur ný yfirstjórn félagsins stokkað upp í rekstri þess og áætlunum," segir ennfremur. „Af þessu tilefni býður Iceland Express viðskiptavinum sínum og öðrum landsmönnum að kaupa 4.576 flugmiða, eða sem nemur aukasætum vegna stærri flugvéla í öllum ferðum félagsins í desember, á starfsmannakjörum. Aðeins eru þá greiddar 2.475 krónur hvora leið fyrir flugfarið auk flugvallarskatta. Með þessu vill félagið gefa fólki tækifæri til að kynnast þeim frábæra flugvélakosti sem Iceland Express býr nú yfir. Tilboðið gildir í tólf klukkustundir, frá hádegi mánudaginn 5. desember til miðnættis. Hægt er að nálgast miðana á vefsíðu félagsins eða í nýjum höfuðstöðvum þess í Ármúla 7." Þá segir ennfremur að Airbus flugvélar CSA flugfélagsins séu yngstu farþegaflugvélarnar í áætlunarflugi til og frá Íslandi. „Þær taka 180 farþega en Boeing flugvélarnar sem áður voru mest notaðar í Evrópuflugi félagsins tóku 148 farþega. Þannig hefur sætaframboð aukist í hverri ferð um 32 sæti. Ákveðið hefur verið að bjóða þessi sæti á sömu kjörum og starfsfólki félagsins bjóðast sem svokallaðir frímiðar. Þetta er lægsta fargjald sem almenningi á Íslandi hefur nokkurn tíma boðist og reglan "fyrstur kemur, fyrstur fær" verður höfð að leiðarljósi við sölu sætanna," segir ennfremur.
Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira