Viðskipti innlent

Vill að ríkið kaupi Grímsstaði og leigi Nubo svo landið

Jónas Margeir Ingólfsson skrifar
Halldór Jóhannsson kynnti áform Nubo á fundi atvinnuveganefndar í morgun.
Halldór Jóhannsson kynnti áform Nubo á fundi atvinnuveganefndar í morgun. mynd/ sigurjón
Kristján Möller, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, telur að ríkið eigi að kaupa jörðina að Grímsstöðum og ganga sjálft til samningaviðræðna við Huang Nubo um leigu á henni. Mikilvægt sé að tryggja uppbyggingu og atvinnusköpun á svæðinu.

Atvinnuveganefnd Alþingis fundaði með Halldóri Jóhannssyni, fulltrúa Huangs Nubos, á Íslandi í morgun. Þar kynnti hann helstu áform fjárfestisins á Íslandi. Kristján L. Möller, formaður nefndarinnar, segir tilgang fundarins meðal annars hafa verið að leita lausna.

Þannig væri landið í eigu almennings. Mikilvægt sé að stuðla að uppbyggingu á svæðinu og skapa atvinnu en talið er að fjárfesting Nubos geti skapað allt að fjögur hundruð störf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×