Handbolti

HM 2011: Sagt eftir Noregsleikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þjálfari og leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta voru vitanlega niðurlútir eftir stórt tap fyrir Noregi á HM 2011 í Brasilíu í gær.

„Ég held að það sé ekki óeðlilegt að reikna með svona úrslitum. Norðmenn eru með eitt besta landslið í heiminum," sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Íslands, við Sigurð Elvar Þórólfsson íþróttafréttamann sem staddur er í Brasilíu.

„Mér fannst vanta um 20 prósent hjá okkur í öllum aðgerðum, en aðallega í sókninni," bætti Anna Úrsúla Guðmundsdóttir við en Ísland á erfiðan leik gegn Þýskalandi í kvöld. „Ef við mætum 100 prósent til leiks eins og við gerðum gegn Svartfjallalandi þá er allt mögulegt. Við höfum trúna en þurfum að sýna hvað við getum inni á vellinum. Ef okkur tekst það verða úrslitin góð."

Hér má einnig sjá viðtal sem Sigurður Elvar tók við Þóri Hergeirsson, þjálfara norska landsliðsins, eftir leikinn í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×