Handbolti

HM 2011: Umfjöllun Þorsteins J og gesta um Noregsleikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ísland tapaði í gær fyrir Noregi með þrettán marka mun á heimsmeistaramótinu í Brasilíu og var leikurinn greindur í þaula í þætti Þorsteins J og gesta á Stöð 2 Sport í gær.

Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður og Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrirliði og margreyndur þjálfari, fóru yfir málin og má sjá þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.

Ísland mætir Þýskalandi klukkan 21.30 í kvöld og verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport 2, ekki Stöð 2 Sport eins og hingað til.

Þorsteinn J, Guðjón og Geir halda áfram umfjöllun sinni bæði fyrir og eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×