Handbolti

Heinevetter er veikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Silvio Heinevetter í leik með þýska landsliðinu.
Silvio Heinevetter í leik með þýska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Þýski landsliðsmarkvörðurinn Silvio Heinevetter er tæpur fyrir leik Füchse Berlin gegn Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Heinevetter veiktst um helgina og hefur legið í rúminu með flensu. Ákvörðun um hvort hann spili verður tekin skömmu fyrir leikinn sem hefst klukkan 19.15. Alls eru átta leikir á dagskrá þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

„Ég vona að hann muni spila. Við þurfum að spila vel gegn Hannover, annars töpum við leiknum,“ sagði þjálfarinn Dagur Sigurðsson við þýska fjölmiðla. Liðið spilaði í Póllandi í Meistaradeild Evrópu um helgina og tapaði þá fyrir Kielce. „Ferðalagið tók tíu klukkustundir og reyndi á leikmenn,“ bætti Dagur við.

Ef Heinevetter getur ekki spilað mun annað hvort hinn 35 ára Petr Stochl leysa hann af hólmi eða þá hinn efnilegi Micimilian Kroll, sem er þó aðeins átján ára gamall.

Füchse Berlin er í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 21 stig, aðeins einu stigi á eftir meisturum Hamburg. Kiel er þó á toppnum með fullt hús stig, samtals 28.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×