Viðskipti innlent

Karl Wernersson gæti þurft að endurgreiða hundruð milljóna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karl Wernersson.
Karl Wernersson.
Hæstiréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur sem vísaði á dögunum frá kæru þrotabús Milestone gegn Karli Wernerssyni, sem var aðaleigandi Milestone.

Málið varðar riftun á greiðslum frá í september 2007 þar til í febrúar 2009. Þrotabúið krafðist að rúmlega 500 milljóna króna greiðslum til Karls á þessu tímabili yrði rift. Héraðsdómur vísaði kröfunni frá, á þeirri forsendu að málið væri fyrnt.

Hæstiréttur komst í dag að þeirri niðurstöðu að það álitamál hvort fyrningarfrestur væri liðinn sé ágreiningsmál sem þurfi að leiða til lykta við efnisúrlausn málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur skuli því taka málið til efnismeðferðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×