Umfjöllun: Ísland - Kína 23-16 Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar skrifar 9. desember 2011 20:45 Mynd/Pjetur Ég held að það séu fáir sem hafi búist við því að íslenska kvennalandsliðið færi í gegnum riðlakeppni með 60% vinningshlutfall á sínu fyrsta heimsmeistaramóti frá upphafi. Frábær árangur og 23-16 sigur liðsins gegn Kína í kvöld sýnir að liðið getur landað sigrum án þess að leika vel. Já, Ísland er komið í 16-liða úrslit og mætir heimsmeistaraliði Rússa á sunnudaginn í borginni Barueri. Risaverkefni, en Ísland ætlar ekki að henda inn hvíta handklæðinu áður en ráðist verður í atlögu gegn Rússunum. Leikurinn Íslands og Kína verður ekki efstur á lista á leitarvélum internetsins ef slegið er inn leitarorðið „eftirminnilegir handboltaleikir HM kvenna". Ísland gerði það sem þurfti gegn slöku liði Kína. Byrjunin var flott, fimm mörk í röð, og Guðný Jenný Ásmundsdóttir markvörður opnaði leikinn með því að skora með langskoti. „Þetta átti reyndar að vera sending á Dagnýju," sagði Jenný í leikslok og hló. Fyrri hálfleikur var í raun einkasýning hjá Dagnýu Skúladóttur, sem skoraði 5 mörk úr jafnmörgum tilraunum. Dagný hefur verið einn jafnasti leikmaður liðsins á þessu móti, gerir fá mistök og nýtir færin sín vel. Dagný var markahæsti leikmaður Íslands í þessum leik með 8 mörk og hún geigaði ekki á skoti. Staðan í hálfleik var 12-9 fyrir Ísland. Og áttu margir von á því að munurinn yrði meiri. Það má segja að Ísland hafi gert út um leikinn um miðjan síðari hálfleik með fjórum mörkum í röð, þar sem Ísland breytti stöðunni úr 16-13 í 19-13. Lokakaflinn var alls ekki spennandi og Kínverjar náðu aldrei að ógna íslenska liðinu. Xindong Wang þjálfari kínverska liðsins hundskammaði leikmenn sína í langan tíma eftir að leik var lokið. Hann hafði engin svör eða lausnir sjálfur. Því má ekki gleyma að Ísland er að leika í fyrsta sinn í lokakeppni á heimsmeistaramóti. Ísland með ungt og efnilegt lið sem þarf að hugsa vel um. Ágúst Jóhannsson er með í höndunum á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Sigurleikirnir gegn Svartfjallalandi og Þjóðverjum standa upp úr. Frábærir sigrar gegn stórþjóðum í handbolta. Ósigurinn gegn Noregi var fyrirsjáanlegur. Þórir Hergeirsson var einfaldlega með besta liðið í þessum riðli. Afríkumeistaralið Angóla var mun sterkara en flestir gerðu ráð fyrir. Skemmtilegt lið með frábæra einstaklinga, sem gaman væri að sjá í sterkari deild en þeirri angólsku. Ferðalag Íslands hér á HM í Brasilíu er enn ekki lokið. Næsta verkefni er Rússland. Ógnvekjandi mótherjar en svona er nú bara bransinn. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis. Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Ég held að það séu fáir sem hafi búist við því að íslenska kvennalandsliðið færi í gegnum riðlakeppni með 60% vinningshlutfall á sínu fyrsta heimsmeistaramóti frá upphafi. Frábær árangur og 23-16 sigur liðsins gegn Kína í kvöld sýnir að liðið getur landað sigrum án þess að leika vel. Já, Ísland er komið í 16-liða úrslit og mætir heimsmeistaraliði Rússa á sunnudaginn í borginni Barueri. Risaverkefni, en Ísland ætlar ekki að henda inn hvíta handklæðinu áður en ráðist verður í atlögu gegn Rússunum. Leikurinn Íslands og Kína verður ekki efstur á lista á leitarvélum internetsins ef slegið er inn leitarorðið „eftirminnilegir handboltaleikir HM kvenna". Ísland gerði það sem þurfti gegn slöku liði Kína. Byrjunin var flott, fimm mörk í röð, og Guðný Jenný Ásmundsdóttir markvörður opnaði leikinn með því að skora með langskoti. „Þetta átti reyndar að vera sending á Dagnýju," sagði Jenný í leikslok og hló. Fyrri hálfleikur var í raun einkasýning hjá Dagnýu Skúladóttur, sem skoraði 5 mörk úr jafnmörgum tilraunum. Dagný hefur verið einn jafnasti leikmaður liðsins á þessu móti, gerir fá mistök og nýtir færin sín vel. Dagný var markahæsti leikmaður Íslands í þessum leik með 8 mörk og hún geigaði ekki á skoti. Staðan í hálfleik var 12-9 fyrir Ísland. Og áttu margir von á því að munurinn yrði meiri. Það má segja að Ísland hafi gert út um leikinn um miðjan síðari hálfleik með fjórum mörkum í röð, þar sem Ísland breytti stöðunni úr 16-13 í 19-13. Lokakaflinn var alls ekki spennandi og Kínverjar náðu aldrei að ógna íslenska liðinu. Xindong Wang þjálfari kínverska liðsins hundskammaði leikmenn sína í langan tíma eftir að leik var lokið. Hann hafði engin svör eða lausnir sjálfur. Því má ekki gleyma að Ísland er að leika í fyrsta sinn í lokakeppni á heimsmeistaramóti. Ísland með ungt og efnilegt lið sem þarf að hugsa vel um. Ágúst Jóhannsson er með í höndunum á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Sigurleikirnir gegn Svartfjallalandi og Þjóðverjum standa upp úr. Frábærir sigrar gegn stórþjóðum í handbolta. Ósigurinn gegn Noregi var fyrirsjáanlegur. Þórir Hergeirsson var einfaldlega með besta liðið í þessum riðli. Afríkumeistaralið Angóla var mun sterkara en flestir gerðu ráð fyrir. Skemmtilegt lið með frábæra einstaklinga, sem gaman væri að sjá í sterkari deild en þeirri angólsku. Ferðalag Íslands hér á HM í Brasilíu er enn ekki lokið. Næsta verkefni er Rússland. Ógnvekjandi mótherjar en svona er nú bara bransinn. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis.
Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita