Umfjöllun: Ísland - Kína 23-16 Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar skrifar 9. desember 2011 20:45 Mynd/Pjetur Ég held að það séu fáir sem hafi búist við því að íslenska kvennalandsliðið færi í gegnum riðlakeppni með 60% vinningshlutfall á sínu fyrsta heimsmeistaramóti frá upphafi. Frábær árangur og 23-16 sigur liðsins gegn Kína í kvöld sýnir að liðið getur landað sigrum án þess að leika vel. Já, Ísland er komið í 16-liða úrslit og mætir heimsmeistaraliði Rússa á sunnudaginn í borginni Barueri. Risaverkefni, en Ísland ætlar ekki að henda inn hvíta handklæðinu áður en ráðist verður í atlögu gegn Rússunum. Leikurinn Íslands og Kína verður ekki efstur á lista á leitarvélum internetsins ef slegið er inn leitarorðið „eftirminnilegir handboltaleikir HM kvenna". Ísland gerði það sem þurfti gegn slöku liði Kína. Byrjunin var flott, fimm mörk í röð, og Guðný Jenný Ásmundsdóttir markvörður opnaði leikinn með því að skora með langskoti. „Þetta átti reyndar að vera sending á Dagnýju," sagði Jenný í leikslok og hló. Fyrri hálfleikur var í raun einkasýning hjá Dagnýu Skúladóttur, sem skoraði 5 mörk úr jafnmörgum tilraunum. Dagný hefur verið einn jafnasti leikmaður liðsins á þessu móti, gerir fá mistök og nýtir færin sín vel. Dagný var markahæsti leikmaður Íslands í þessum leik með 8 mörk og hún geigaði ekki á skoti. Staðan í hálfleik var 12-9 fyrir Ísland. Og áttu margir von á því að munurinn yrði meiri. Það má segja að Ísland hafi gert út um leikinn um miðjan síðari hálfleik með fjórum mörkum í röð, þar sem Ísland breytti stöðunni úr 16-13 í 19-13. Lokakaflinn var alls ekki spennandi og Kínverjar náðu aldrei að ógna íslenska liðinu. Xindong Wang þjálfari kínverska liðsins hundskammaði leikmenn sína í langan tíma eftir að leik var lokið. Hann hafði engin svör eða lausnir sjálfur. Því má ekki gleyma að Ísland er að leika í fyrsta sinn í lokakeppni á heimsmeistaramóti. Ísland með ungt og efnilegt lið sem þarf að hugsa vel um. Ágúst Jóhannsson er með í höndunum á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Sigurleikirnir gegn Svartfjallalandi og Þjóðverjum standa upp úr. Frábærir sigrar gegn stórþjóðum í handbolta. Ósigurinn gegn Noregi var fyrirsjáanlegur. Þórir Hergeirsson var einfaldlega með besta liðið í þessum riðli. Afríkumeistaralið Angóla var mun sterkara en flestir gerðu ráð fyrir. Skemmtilegt lið með frábæra einstaklinga, sem gaman væri að sjá í sterkari deild en þeirri angólsku. Ferðalag Íslands hér á HM í Brasilíu er enn ekki lokið. Næsta verkefni er Rússland. Ógnvekjandi mótherjar en svona er nú bara bransinn. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis. Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira
Ég held að það séu fáir sem hafi búist við því að íslenska kvennalandsliðið færi í gegnum riðlakeppni með 60% vinningshlutfall á sínu fyrsta heimsmeistaramóti frá upphafi. Frábær árangur og 23-16 sigur liðsins gegn Kína í kvöld sýnir að liðið getur landað sigrum án þess að leika vel. Já, Ísland er komið í 16-liða úrslit og mætir heimsmeistaraliði Rússa á sunnudaginn í borginni Barueri. Risaverkefni, en Ísland ætlar ekki að henda inn hvíta handklæðinu áður en ráðist verður í atlögu gegn Rússunum. Leikurinn Íslands og Kína verður ekki efstur á lista á leitarvélum internetsins ef slegið er inn leitarorðið „eftirminnilegir handboltaleikir HM kvenna". Ísland gerði það sem þurfti gegn slöku liði Kína. Byrjunin var flott, fimm mörk í röð, og Guðný Jenný Ásmundsdóttir markvörður opnaði leikinn með því að skora með langskoti. „Þetta átti reyndar að vera sending á Dagnýju," sagði Jenný í leikslok og hló. Fyrri hálfleikur var í raun einkasýning hjá Dagnýu Skúladóttur, sem skoraði 5 mörk úr jafnmörgum tilraunum. Dagný hefur verið einn jafnasti leikmaður liðsins á þessu móti, gerir fá mistök og nýtir færin sín vel. Dagný var markahæsti leikmaður Íslands í þessum leik með 8 mörk og hún geigaði ekki á skoti. Staðan í hálfleik var 12-9 fyrir Ísland. Og áttu margir von á því að munurinn yrði meiri. Það má segja að Ísland hafi gert út um leikinn um miðjan síðari hálfleik með fjórum mörkum í röð, þar sem Ísland breytti stöðunni úr 16-13 í 19-13. Lokakaflinn var alls ekki spennandi og Kínverjar náðu aldrei að ógna íslenska liðinu. Xindong Wang þjálfari kínverska liðsins hundskammaði leikmenn sína í langan tíma eftir að leik var lokið. Hann hafði engin svör eða lausnir sjálfur. Því má ekki gleyma að Ísland er að leika í fyrsta sinn í lokakeppni á heimsmeistaramóti. Ísland með ungt og efnilegt lið sem þarf að hugsa vel um. Ágúst Jóhannsson er með í höndunum á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Sigurleikirnir gegn Svartfjallalandi og Þjóðverjum standa upp úr. Frábærir sigrar gegn stórþjóðum í handbolta. Ósigurinn gegn Noregi var fyrirsjáanlegur. Þórir Hergeirsson var einfaldlega með besta liðið í þessum riðli. Afríkumeistaralið Angóla var mun sterkara en flestir gerðu ráð fyrir. Skemmtilegt lið með frábæra einstaklinga, sem gaman væri að sjá í sterkari deild en þeirri angólsku. Ferðalag Íslands hér á HM í Brasilíu er enn ekki lokið. Næsta verkefni er Rússland. Ógnvekjandi mótherjar en svona er nú bara bransinn. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis.
Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira