Umfjöllun: Ísland - Kína 23-16 Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar skrifar 9. desember 2011 20:45 Mynd/Pjetur Ég held að það séu fáir sem hafi búist við því að íslenska kvennalandsliðið færi í gegnum riðlakeppni með 60% vinningshlutfall á sínu fyrsta heimsmeistaramóti frá upphafi. Frábær árangur og 23-16 sigur liðsins gegn Kína í kvöld sýnir að liðið getur landað sigrum án þess að leika vel. Já, Ísland er komið í 16-liða úrslit og mætir heimsmeistaraliði Rússa á sunnudaginn í borginni Barueri. Risaverkefni, en Ísland ætlar ekki að henda inn hvíta handklæðinu áður en ráðist verður í atlögu gegn Rússunum. Leikurinn Íslands og Kína verður ekki efstur á lista á leitarvélum internetsins ef slegið er inn leitarorðið „eftirminnilegir handboltaleikir HM kvenna". Ísland gerði það sem þurfti gegn slöku liði Kína. Byrjunin var flott, fimm mörk í röð, og Guðný Jenný Ásmundsdóttir markvörður opnaði leikinn með því að skora með langskoti. „Þetta átti reyndar að vera sending á Dagnýju," sagði Jenný í leikslok og hló. Fyrri hálfleikur var í raun einkasýning hjá Dagnýu Skúladóttur, sem skoraði 5 mörk úr jafnmörgum tilraunum. Dagný hefur verið einn jafnasti leikmaður liðsins á þessu móti, gerir fá mistök og nýtir færin sín vel. Dagný var markahæsti leikmaður Íslands í þessum leik með 8 mörk og hún geigaði ekki á skoti. Staðan í hálfleik var 12-9 fyrir Ísland. Og áttu margir von á því að munurinn yrði meiri. Það má segja að Ísland hafi gert út um leikinn um miðjan síðari hálfleik með fjórum mörkum í röð, þar sem Ísland breytti stöðunni úr 16-13 í 19-13. Lokakaflinn var alls ekki spennandi og Kínverjar náðu aldrei að ógna íslenska liðinu. Xindong Wang þjálfari kínverska liðsins hundskammaði leikmenn sína í langan tíma eftir að leik var lokið. Hann hafði engin svör eða lausnir sjálfur. Því má ekki gleyma að Ísland er að leika í fyrsta sinn í lokakeppni á heimsmeistaramóti. Ísland með ungt og efnilegt lið sem þarf að hugsa vel um. Ágúst Jóhannsson er með í höndunum á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Sigurleikirnir gegn Svartfjallalandi og Þjóðverjum standa upp úr. Frábærir sigrar gegn stórþjóðum í handbolta. Ósigurinn gegn Noregi var fyrirsjáanlegur. Þórir Hergeirsson var einfaldlega með besta liðið í þessum riðli. Afríkumeistaralið Angóla var mun sterkara en flestir gerðu ráð fyrir. Skemmtilegt lið með frábæra einstaklinga, sem gaman væri að sjá í sterkari deild en þeirri angólsku. Ferðalag Íslands hér á HM í Brasilíu er enn ekki lokið. Næsta verkefni er Rússland. Ógnvekjandi mótherjar en svona er nú bara bransinn. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis. Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Sjá meira
Ég held að það séu fáir sem hafi búist við því að íslenska kvennalandsliðið færi í gegnum riðlakeppni með 60% vinningshlutfall á sínu fyrsta heimsmeistaramóti frá upphafi. Frábær árangur og 23-16 sigur liðsins gegn Kína í kvöld sýnir að liðið getur landað sigrum án þess að leika vel. Já, Ísland er komið í 16-liða úrslit og mætir heimsmeistaraliði Rússa á sunnudaginn í borginni Barueri. Risaverkefni, en Ísland ætlar ekki að henda inn hvíta handklæðinu áður en ráðist verður í atlögu gegn Rússunum. Leikurinn Íslands og Kína verður ekki efstur á lista á leitarvélum internetsins ef slegið er inn leitarorðið „eftirminnilegir handboltaleikir HM kvenna". Ísland gerði það sem þurfti gegn slöku liði Kína. Byrjunin var flott, fimm mörk í röð, og Guðný Jenný Ásmundsdóttir markvörður opnaði leikinn með því að skora með langskoti. „Þetta átti reyndar að vera sending á Dagnýju," sagði Jenný í leikslok og hló. Fyrri hálfleikur var í raun einkasýning hjá Dagnýu Skúladóttur, sem skoraði 5 mörk úr jafnmörgum tilraunum. Dagný hefur verið einn jafnasti leikmaður liðsins á þessu móti, gerir fá mistök og nýtir færin sín vel. Dagný var markahæsti leikmaður Íslands í þessum leik með 8 mörk og hún geigaði ekki á skoti. Staðan í hálfleik var 12-9 fyrir Ísland. Og áttu margir von á því að munurinn yrði meiri. Það má segja að Ísland hafi gert út um leikinn um miðjan síðari hálfleik með fjórum mörkum í röð, þar sem Ísland breytti stöðunni úr 16-13 í 19-13. Lokakaflinn var alls ekki spennandi og Kínverjar náðu aldrei að ógna íslenska liðinu. Xindong Wang þjálfari kínverska liðsins hundskammaði leikmenn sína í langan tíma eftir að leik var lokið. Hann hafði engin svör eða lausnir sjálfur. Því má ekki gleyma að Ísland er að leika í fyrsta sinn í lokakeppni á heimsmeistaramóti. Ísland með ungt og efnilegt lið sem þarf að hugsa vel um. Ágúst Jóhannsson er með í höndunum á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Sigurleikirnir gegn Svartfjallalandi og Þjóðverjum standa upp úr. Frábærir sigrar gegn stórþjóðum í handbolta. Ósigurinn gegn Noregi var fyrirsjáanlegur. Þórir Hergeirsson var einfaldlega með besta liðið í þessum riðli. Afríkumeistaralið Angóla var mun sterkara en flestir gerðu ráð fyrir. Skemmtilegt lið með frábæra einstaklinga, sem gaman væri að sjá í sterkari deild en þeirri angólsku. Ferðalag Íslands hér á HM í Brasilíu er enn ekki lokið. Næsta verkefni er Rússland. Ógnvekjandi mótherjar en svona er nú bara bransinn. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis.
Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Sjá meira